fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Langvinnt fúsk í stjórnarskrármálum kemur í hausinn á okkur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. mars 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virkar nánast farsakennt hvernig fjöldi manns streymir nú í forsetaframboð. Í hvaða tölu endar frambjóðendafjöldinn?

Erum við kannski að fara að kjósa okkur forseta sem fær innan við 20 prósent atkvæði? Enginn af frambjóðendunum sem hafa birst virðist líklegur til að fá fjöldafylgi.

Við gætum setið uppi með forseta sem meirihluti þjóðarinnar er verulega ósáttur við.

Þetta dregur athyglina ekki síst að hinu ótrúlega og langvinna fúski sem hefur verið í kringum íslensku stjórnarskrána. Fyrir margt löngu hefði þurft að setja ný stjórnarskrárákvæði, bæði um forsetakjör og um hlutverk forseta Íslands. (Fjöldi frambjóðenda stafar af hluta til af því hversu hugmyndirnar um embættið eru óljósar).

Í frumvarpi stjórnlagaráðs er tekið á þessu. Þar er gert ráð fyrir talsvert fleiri meðmælendum en nú er og þar eru ákvæði um að frambjóðendum sé raðað upp í forgangsröð og einnig takmarkanir á tímanum sem forseti getur setið í embætti. Það er erfitt að verjast þeirri tilhugsun að ein ástæðan fyrir því að staðan er þessi þremur mánuðum fyrir forsetakosningarnar sé hversu lengi Ólafur Ragnar Grímsson hefur setið og hvernig hefur nánast kastað eign sinni á embættið.

Eitt af því sem var fundið frumvarpi stjórnlagaráðs til foráttu var að það væru svo óljóst að lögfræðingar myndu deila um þær fram og aftur og yrði ekkert lát á. Nú eru komnar fram tillögur frá stjórnarskrárnefnd um örfá atriði í stjórnarskrá og þá ber svo við að þær eru óskýrari en það sem kom frá stjórnlagaráði!

Deilurnar um raunverulega merkingu ákvæðanna eru strax byrjaðar. Orðalag er óskýrt, kannski vísvitandi, allt bendir til að það muni koma til kasta dómstóla að skýra hin nýju stjórnarskrárákvæði, segja hvað þau þýði í raun.

Níels Einarsson, forstöðumaður stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, gerir athugasemdir við tillögur stjórnarskrárnefndarinnar í umsögn sem má meðal annars lesa í landsmálavefnum Skutli á Vestfjörðum. Níels talar um „tvírætt orðalag“ og „merkingarfræðilega þoku“ í greininni þar sem er fjallað þjóðareign á  náttúruauðlindum:

Drögin bera þess merki að vera málamiðlun ólíkra sjónarmiða, „negotiated text“ eins og það nefnist á ensku. Það er varla farsælt að við skilning slíks grundvallartexta skuli lesandi sífellt þurfa að rýna í smáa letrið, sem í raun skilgreinir endanlega merkingu ákvæðanna, til að átta sig á hvað eiginlega er átt við. Það kemur í ljós að það sem lítur vel út í ákvæðunum sjálfum er í raun ekki endilega það sem til stendur í framkvæmd. Merkingarfræðileg þoka er ekki fallin til þess að skapa trúverðugleika og traust þótt hún kunni að henta þeim sem leita lendinga á erfiðum viðfangsefnum í raunsæispólitík líðandi stundar.

Þetta er það sem er í tillögum stjórnarskrárnefndar og svo er hitt sem vantar, eins og áðurnefnd ákvæði um forsetann og forsetakjör – að ógleymdu ýmsu öðru, eins og til dæmis jöfnun kosningaréttar.

 

84178fe7b8-415x230_o-1

Páll Þórhallsson, formaður stjórnarskrárnefndar. Hann er ágætur og grandvar embættismaður, en kann að vera að tillögur nefndarinnar séu „merkingarfræðileg þoka“?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið