fbpx
Mánudagur 19.janúar 2026
Pressan

Sonur stríðsherrans þungt haldinn eftir bílslys

Pressan
Mánudaginn 19. janúar 2026 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átján ára gamall sonur stríðsherrans Ramzan Kadyrov er sagður berjast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa lent í umferðarslysi í Grosní, höfuðstað Téténíu, á föstudagskvöld.

Pilturinn, Adam Kadyrov, er sagður hafa verið fluttur með þyrlu til Moskvu eftir slysið. Talið er að margir bílar hafi komið við sögu í slysinu og hraðakstur átt þátt í því hvernig fór. Þrír lífverðir Adams eru einnig sagðir hafa slasast.

Margir telja að Adam sé ætlað verða arftaki föður síns sem hefur verið leiðtogi sjálfstjórnarlýðveldisins frá árinu 2005. Ramzan Kadyrov og Vladimír Pútín eru miklir bandamenn.

Stutt er síðan sögusagnir fóru á kreik um að Ramzan Kadyrov sjálfur væri alvarlega veikur. Í frétt Mail Online kemur fram að Ramzan, sem er 49 ára, hafi lengi glímt við nýrnabilun og er hann sagður hafa veikst alvarlega fyrir stuttu. Hann sást síðast opinberlega fyrir um viku síðan og gekk hann þá með staf.

Þrátt fyrir ungan aldur gegnir Adam hlutverki öryggisstjóra Téténíu og hefur jafnframt yfirumsjón með persónulegri öryggissveit föður síns. Hann gekk í hjónaband í fyrra, aðeins sautján ára gamall, þegar hann gekk að eiga dóttur téténska stjórnmálamannsins Adams Delimkhanov.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tvær fjölskyldur í sárum eftir ótrúlegan harmleik – Svikasímtal gerði mann á níræðisaldri að morðingja

Tvær fjölskyldur í sárum eftir ótrúlegan harmleik – Svikasímtal gerði mann á níræðisaldri að morðingja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kanada hallar sér að Kína eftir tollagleði Bandaríkjanna – Lækka tolla og styrkja tengslin

Kanada hallar sér að Kína eftir tollagleði Bandaríkjanna – Lækka tolla og styrkja tengslin