

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Sturla fæddist í Ólafsvík þann 23. Nóvember 1945 og ólst upp þar. Hann gekk ungur að árum til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og var aðeins 28 ára þegar hann varð sveitarstjóri í Stykkishólmi.
Því starfi gegndi hann í 17 ár, eða þar til hann var kjörinn á þing árið 1991. Hann var samgöngu-, fjarskipta- og ferðamálaráðherra á árunum 1999 til 2007, forseti Alþingis frá 2007 til 2009 og síðan varð hann aftur bæjarstjóri í Stykkishólmi frá 2014 til 2018.
Sturla kvæntist Hallgerði Gunnarsdóttur árið 1967 eiga þau fimm börn og 12 barnabörn.