fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taki Ole Gunnar Solskjær við Manchester United til bráðabirgða fær hann svakalegan bónus ef hann kemur liðinu í Meistaradeildina.

Norðmaðurinn er í viðræðum við United eftir að Ruben Amorim var rekinn á mánudag, en félagið hyggst ráða bráðabirgðastjóra fram á sumar og finna mann til frambúðar þá.

Samkvæmt norska miðlinum Nettavisen er Solskjær tilbúinn að þiggja laun upp á um 50–60 þúsund pund á viku, sem þykir ekkert svakalegt í ensku úrvalsdeildinni. Hins vegar er sagt að samningurinn innihaldi bónus upp á 3–4 milljónir punda ef United nær Meistaradeildarsæti.

Solskjær, sem er goðsögn hjá United frá tíma sínum þar sem leikmaður, stýrði United einnig frá 2018 til 2021. Þá tók hann einmitt við sem bráðabirgðastjóri til að byrja með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye