fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði

Eyjan
Mánudaginn 5. janúar 2026 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örn Geirsson gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer laugardaginn 7. febrúar 2026.

Í tilkynningu frá Erni kemur fram að hann er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og þekkir vel staðhætti bæjarins. Á líðandi kjörtímabili hefur hann verið varamaður og síðar aðalmaður í umhverfis- og framkvæmdaráði, auk þess að sinna öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.

„Með framboði mínu vil ég leggja mitt af mörkum til áframhaldandi sterkrar og ábyrgðarfullrar forystu flokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Ég tel að reynsla mín af mannlegum samskiptum og verkefnastjórnun, ásamt þekkingu á rekstri og viðhaldi eigna, nýtist vel í þeim verkefnum sem fram undan eru.

Í dag starfa ég sem umsjónarmaður fasteigna hjá Hafnarfjarðarbæ og ber þar ábyrgð á húsnæði Engidalsskóla og leikskólans Álfabergs. Ég legg ríka áherslu á gott viðhald eigna bæjarins og vandað umhverfi, enda skipta slík atriði miklu máli fyrir lífsgæði íbúa.

Ég brenn fyrir því að efla innviði bæjarins, fegra umhverfið og styðja áfram við öflugt menningar- og mannlíf í Hafnarfirði, auk þess að bæta aðstöðu íþrótta- og tómstundastarfs fyrir alla aldurshópa.“

Örn, sem er meistari í prentsmíði, er giftur Steinunni Hreinsdóttur og eiga þau saman sjö börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Nú getur biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera

Guðrún Karls Helgudóttir: Nú getur biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri