fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Fókus
Sunnudaginn 4. janúar 2026 21:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint (Pexels).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður segir frá því hvernig honum og unnustu hans tókst að vinna í gegnum mikla sambandserfiðleika, en þau héldu bæði framhjá.

Maðurinn segir frá þessu í bréfi til Dear Deidre, sambandsráðgjafa The Sun.

Þetta byrjaði allt þegar þau voru að plana brúðkaup saman. „Hún vildi stórt brúðkaup og bjóða öllum, á meðan ég vildi hafa það lítið og var farinn að hafa áhyggjur af kostnaðinum,“ segir hann.

„Eftir eitt rifrildi í sumar fór ég í ferðalag með vinum mínum yfir helgi þar sem ég var steggjaður. Ég varð blindfullur og hélt framhjá unnustu minni, ég hefi ekki hugmynd um hvernig þessi kona leit út. Ég skammaðist mín svo mikið. Ég viðurkenndi allt um leið og ég kom heim.

Við töluðum saman og ég var svo þakklátur að hún var tilbúin að vinna í gegnum þetta. En nokkrum vikum seinna sagðist hún líka hafa haldið framhjá og að hún væri að tala við aðra karlmenn.“

Þegar hann komst að þessu hætti hann með henni og sendi Dear Deidre bréf, en ráðleggingar hennar breyttu sýn hans og ákvað hann að láta reyna á sambandið.

„Þú sagðir að þó að fólk haldi framhjá þá sé enn von og stundum geti reynslan styrkt sambandið.

Með ótrúlegum hætti tókst okkur að komast í gegnum þetta skelfilega tímabil. Við erum hamingjusamari en nokkurn tíma fyrr, og það er þér að þakka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þá byrjaði það ferli og það má segja að það hafi breytt lífi mínu“

„Þá byrjaði það ferli og það má segja að það hafi breytt lífi mínu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“