fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Pressan

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Pressan
Þriðjudaginn 30. desember 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn Bellum Entertainment höfðu tröllatrú á forstjóra sínum, Mary Carole McDonnell, árið 2017. Fyrirtækið hafði dælt út heimildarþáttum um sönn glæpamál og enginn hafði sérstakar áhyggjur af rekstrinum, enda kom Mary Carole úr hinni frægu McDonnell-fjölskyldu sem framleiðir samnefndar flugvélar. Þar með hefði forstjórinn aðgang að miklu fjármagni ef í harðbakkann slær.

Það kom því starfsmanninum Jeff Nimoy töluvert á óvart þegar launin hans skiluðu sér ekki og Bellum Entertainment skellti óvænt í lás. Nú þegar næstum áratugur er liðinn hefur Nimoy ekki enn fengið greitt og forstjórinn Mary Carole er á flótta undan réttvísinni. Hún er eftirlýst hjá bandarísku alríkislögreglunni (FBI) fyrir að hafa villt á sér heimildir og fyrir að svíkja milljarða úr bandarískum bönkum. Það kom nefnilega á daginn að Mary Carole hefur ekkert með frægu McDonnell-fjölskylduna að gera.

Mary Carole á rætur að rekja til Alabama. Faðir hennar átti matvöruverslun og fjölskyldan var nokkuð vel stæð. Það dugði þó ekki Mary Carole. Hún ákvað að nýta sér það að hún deildi eftirnafni með einni auðugustu fjölskyldu Bandaríkjanna og hélt því fram að hún myndi erfa allt ríkidæmið.

Hún lagði mikið á sig til að selja lygina, ók um á rándýrum bifreiðum og passaði það að skrifstofa hennar væri innréttuð í samræmi við meintan auð hennar. Að sögn þeirra sem þekktu til hennar bar hún sig eins og manneskja sem væri þrælvön lúxuslífinu. Henni tókst svo einhvern veginn að verða forstjóri Bellum Entertainment. Ekki liggur á hreinu hvernig það bar að og ekki er mikið vitað um menntun svikarans eða fyrri störf. Það var svo árið 2017 sem starfsmenn fóru að kvarta undan því að hafa ekki fengið greitt. Mary Carole útskýrði að fyrirtækið hefði orðið fyrir barðinu á fjársvikurum, en henni láðist að taka fram að fjársvikarinn var hún sjálf. Hún hafði meðal annars falsað skjöl til að fá svimandi há lán frá bönkum, eða sem nemur um 3,8 milljörðum. Hún skellti svo Bellum Entertainment í lás og lagði á flótta.

Talið er að hún haldi sig nú í Dubai, en FBI ákvað að lýsa formlega eftir henni fyrir nokkrum vikum. Hún er 73 ára gömul. Talsmaður FBI, Laura Eimiller, segir að ákvörðun hafi verið tekin um að lýsa formlega eftir Mary Carole í von um að koma aftur hreyfingu á rannsóknina og eins því ábendingar hafa borist um að Mary Carole sé enn að stunda fjársvik.

NBC greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Zirkzee ætlar sér burt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi
Pressan
Fyrir 6 dögum

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur