fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Eyjan
Laugardaginn 27. desember 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir eru sammála um að töfrar og vinsældir vinnunnar hafa minnkað. Kulnun og örmögnun vegna vinnu eru tískugreiningar samtímans. Mikill fjöldi fólks er í langtímaveikindaleyfi vegna atvinnutengdrar þreytu og þunglyndis. Vinnutíminn hefur verið styttur í áföngum til að minnka þetta vinnuböl en allt kemur fyrir ekki. Margir spekingar hafa skrifað um síðustu hugleiðingar manna á banastundinni. Þeir segja að fólk sjái eftir því að hafa unnið of mikið og ekki sinnt fjölskyldu sinni betur. Ég vann reyndar lengi á Líknardeild og heyrði aldrei þennan söng. Vinnan er orðin þjóðarböl sem stendur fólki fyrir þrifum og tefur fólk frá golfiðkun og ferðalögum til Tene.

Ég er einn af þeim sem finnst svo gaman að vinna að ég get ekki hætt. Mig langar ekki til að setjast í helgan stein og fletta frímerkjum eða spila golf. Mér finnst enn þá skemmtilegt að hitta fólk og velta fyrir mér vandamálum mannlegrar tilveru.

Vettvangur geðlæknis er sálin sem erfitt er að skilgreina. Mannleg hamingja er afstæð og einstaklingsbundin. Geðlæknirinn reynir að hjálpa fólki að setja vandamál sín í orð, flokka þau og lifa með þeim.

Skjólstæðingar mínir eru óaðskiljanlegur hluti af tilverunni. Ég veit stundum ekki hver er í meðferð hjá hverjum. Fyrir þetta fæ ég borgað í peningum og stundum í þakklæti og velvilja sem lyftir sjálfsvirðingunni. Sjálfur hitti ég reglulega sálfræðing sem ekki getur hætt að vinna. Við skiljum vel hvor annan enda erum við í gagnkvæmu skjallbandalagi.

Sjálfsmyndin er samofin vinnunni svo það er erfitt söðla um. Ég hef hitt vinnusjúka lækna sem dreymir um að deyja í miðju viðtali eða aðgerð. Dauðinn verður með því hluti af vinnunni og lífinu sjálfu. Í greiningaræði samtímans eru þessir menn víst kallaðir „vinnualkar,“ sem er hin skilgreinda dánarorsök. En er hún eitthvað verri en hver önnur?

Ég hlakka til nýs árs. Vonandi láta veikindi mín sem minnst á sér kræla og ég fái að eyða tíma mínum með fólki í vanda. Það heldur Elli kellingu í hæfilegri fjarlægð þótt hún andi ofan í hálsmálið á hverjum degi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ástamál eftirlifandi

Óttar Guðmundsson skrifar: Ástamál eftirlifandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum
Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgrímur Pétursson í jólabókaflóðinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgrímur Pétursson í jólabókaflóðinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur
EyjanFastir pennar
23.11.2025

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
EyjanFastir pennar
22.11.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar