
Konur koma miklu oftar fyrir í Biblíunni en flestir halda en konurnar eru yfirleitt nafnlausar. Karlarnir eru nafngreindir en konurnar eru nafnlausar. Enda voru fyrstu guðfræðingarnir karlar. Nú hefur þetta breyst, allavega í íslensku Þjóðkirkjunni, og hlutfallið milli kvenna og karla í prestastétt er nokkurn veginn jafnt. Það stefnir þó í að konurnar taki forystu. Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.
Hér er hægt að hlusta á brot úr þættinum:
Guðrún Karls Helgudóttir - 3
Ég man að fyrir nokkrum árum þá var mikil umræða. Þá náttúrlega hafði kona aldrei orðið biskup á Íslandi. En það var umræða um það að, að það, Biblían og kristnin væri allt of karllæg. Hún verður náttúrulega til þegar að, á örlitlum tíma. Og það er vísað alltaf í, það er alltaf vísað í hann og aldrei í hana. og það, ég man að það væri umræða um það að það þyrfti að skrifa Biblíuna inn á upp á nýtt og endurskoða aðeins út frá þessu.
„Það hefur verið gert. Það er til kvennabiblía, ekki íslensk, en það er til kvennabiblía. Já, það er mikið til í þessu, en það eru mun fleiri konur sem koma við sögu í Biblíunni heldur en kannski margur heldur. Mikið af sögum af konum í Biblíunni er um konur sem eru nafnlausar. Og það er oft svolítið munurinn. Karlarnir hafa nöfn, en það er mikið af konum sem eiga engin nöfn í Biblíunni. Og svo er það náttúrlega þannig að fyrstu guðfræðingarnir voru karlar. Fyrstu prestarnir voru karlar. Það eru karlar sem að túlkuðu Biblíuna fyrstu 2.000 árin, næstum því. Svona hátt í það.
Þess vegna kom ein grein í guðfræði sem er kvennaguðfræði eða femínísk guðfræði. Og það í raun og veru snýst bara um að fá sjónarhorn kvenna á Biblíuna, túlkun hennar og guðfræðina. En það eru líka mjög margar aðrar greinar innan guðfræðinnar og þetta er ein þeirra. Einmitt, það er. Og, en þetta er, hvað á ég að segja, saga okkar bara yfirleitt, ekki bara kirkjunnar heldur heimsins. Mér sýnist að saga stöðu kynjanna innan kirkjunnar á Íslandi hafi í raun og veru haldist mjög í hendur við stöðu kvenna í samfélaginu almennt.
Við höfum ekki skorið okkur mikið úr í kirkjunni hvað það varðar. Ég hef séð á Norðurlöndunum hefur kirkjan verið stundum enn íhaldssamari á sumum stöðum þegar kemur að sýn á konur, að það eru til dæmis stærri hópar innan ákveðinna kirkna á Norðurlöndunum, sem að líta ekki á konur sem presta. Og þeir eru enn virkir í sumum kirkjum, en það hefur aldrei verið á Íslandi. Það er einhvern veginn, ég held að það sé svolítið þannig á Íslandi að þegar við erum við annað borð búin að taka ákvörðun, þá bara höldum við okkur við hana.“
Já, já. Ég náttúrulega veit ekki hvort þetta er rétt, en ég ímynda mér að nýliðun í prestastétt, að konur séu í talsverðum meirihluta í þeirri nýliðun, bara eins og í öðrum langskólagreinum.
„Já, þegar ég byrjaði í guðfræði, 1992, þá var talað um að nú væru konur að taka yfir, því við vorum fleiri. Það tók töluverðan tíma. Ég held að það hafi verið 2023 eða fjögur, þá var þetta orðið jafnt. Það er eiginlega bara alveg jafnt einmitt núna. Það fara fleiri konur og læra guðfræði, en þær hafa ekki skilað sér alveg með sama hætti inn í kirkjuna.“
Nei, það þarf ekkert endilega að þýða það að þó að fólk læri guðfræði að það vígist til prests.
„Einmitt. Og svo er líka fólk sem að lærir guðfræði og verður djáknar. Og það er meirihluti konur.“
Einnig er hægt að hlusta á Spotify.