

Hörður Snævar Jónsson fór yfir fréttir síðustu daga með Helga Fannari í Íþróttavikunni á 433.is.
Hólmbert Aron Friðjónsson framlengdi við Gwangju í Suður-Kóreu á dögunum, eftir að hafa staðið sig vel undanfarna mánuði.
„Hann er bara búinn að gera vel, líka utan vallar, vel liðinn hjá stuðningsmönnum og farinn að skora líka,“ sagði Hörður.
Hólmbert hefur átt flottan atvinnumannaferil í Þýskalandi, Noregi, Ítalíu og Danmörku, auk Suður-Kóreu nú.
„Ég er alltaf hrifinn af mönnum sem eru til í ævintýri. Þetta er eitthvað sem situr eftir, í stað þess að spila í Superrettunni í Svíþjóð eða eitthvað, með fullri virðingu,“ sagði Hörður.
Umræðan í heild er í spilaranum.