

Guðir og annað fólk er vísindaskáldsaga með gamansömu ívafi eftir Steingrím Másson.
Fyrir ofan dökka hlið Tunglsins svífur geimskip Eggfólksins undir stjórn Tromps IV, sem hyggst útrýma mannkyninu. Á jörðu niðri er Grímur, guð í gervi manns, og bíður þess að verða kallaður fyrir ÖlfuOmega – almáttuga veru sem talar í óræðum kaótískum skipunum, ósnertanleg og ósýnileg flestum.Hún skipar honum að hafa upp á Loka í Róm og finna Barnið áður en átökin hefjast.
Guðir og annað fólk er súrrealísk goðsagnakennd saga um sköpun, baráttu á milli góðs og ills, ást og hið ótrúlega hversdagslega.

Bókin er fyrsta skáldsaga höfundar en áður hafa komið út eftir Steingrím Másson Ævintýri gula jakkafatamannsins, smásögur og ljóð og smásagan Grái prinsinn.
Bókin er fáanleg í Nexus og hjá útgefanda.
Útgefandi: Steingrímur Dúi Másson
Prentun: Litlaprent
Steingrímur Dúi, sími 662-5793