fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð

Fókus
Föstudaginn 19. desember 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Brad Pitt vann stórsigur í málaferlum sínum við fyrrverandi eiginkonu sína, leikkonuna Angelinu Jolie, vegna franskrar víngerðar þeirra, Château Miravel.

Dómari úrskurðaði Pitt í vil um að Jolie er skylt að afhenda einkatölvupósta og skilaboð varðandi sölu á hennar hluta í víngarðinum,  sem þau keyptu meðan þau voru gift.

Heimildarmaður Page Six segir að „tölvupóstarnir myndu sanna að Jolie hefði verið óheiðarleg frá upphafi varðandi raunverulegar áætlanir sínar um að selja hlut sinn í fyrirtækinu.“

Jolie hefur 45 daga til að skila gögnunum til dómara. Lögmaður hennar, Paul Murphy, sagði þau „vonsvikin með túlkun dómstólsins á forréttindalögum Kaliforníu.“

„Úrskurður dómstólsins brýtur gegn þessum lögum, grefurr undan grundvallarrétti Jolie til sanngjarnrar málsmeðferðar og er enn ein birtingarmynd áralangrar viðleitni Pitts til að áreita hana og stjórna henni. Við munum áfrýja,“ sagði lögmaðurinn.

Þessi úrskurður er hluti af málsókn Pitts gegn Jolie fyrir að hafa að hans mati ólöglega selt hlut sinn í vínekrunni til Stoli-samstæðunnar árið 2021.

Heldur því fram að hvorugt mætti selja án þess að ráðfæra sig við hitt

Í kærunni í febrúar hélt Pitt því fram að hann og Jolie, sem keyptu eignina árið 2008 fyrir 28,4 milljónir dala, hefðu komið sér saman um að selja ekki hluti sína án þess að ráðfæra sig við hvort annað.

Áætlun fyrrum hjónanna, sem giftu sig árið 2014 og skildu árið 2019, var að ala upp börn sín á vínekrunni og byggja þar upp fjölskyldufyrirtæki.

Í október krafði Pitt Jolie um að leggja fram samskipti við viðskiptastjóra hennar, Terry Bird, Chloe Dalton og Arminka Helic, kynningarfulltrúa hennar og tvo fjármálaráðgjafa. Í kröfunni fullyrti Pitt að Jolie efði átt samskipti við Bird um einkalíf hennar og starf, þar á meðal málaferlin.

„Jolie viðurkenndi að Bird „hjálpaði henni að bera kennsl á frekari mál sem hún gæti leitað ráða um,“ segir í kröfunni.

„Það sem Jolie lýsir hér eru hugmyndafundir milli aðila sem eru ekki lögfræðingar,“ segir jafnframt í kröfunni „Sú staðreynd að þessir hugmyndafundir kunna að hafa komið í kjölfar eða á undan ráðleggingum frá lögmanni um sama almenna efni eða tengt efni verndar þá ekki gegn uppljóstrun.“

Pitt telur að samskipti Jolie við Bird varðandi söluskilmála til Stoli-samstæðunnar árið 2021 séu lykilatriðið í þessum málaferlum. Jolie hélt því fram að hún þyrfti ekki að senda tölvupóstana og skilaboðin því þau væru hluti af viðræðum hennar um lagaleg mál við aðra.Sakar hún Pitt um að vilja hnýsast í „trúnaðarsamskipti skjólstæðings síns við lögfræðinga hennar“.

„Þetta staðfestir enn og aftur að þessi málsókn er birtingarmynd áralangrar viðleitni Pitts til að áreita og stjórna Angelinu,“ sagði Murphy  í yfirlýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjö mánuðir síðan Einar Bárðar fór í hárígræðslu – Svona lítur hann út í dag

Sjö mánuðir síðan Einar Bárðar fór í hárígræðslu – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 6 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“