

Félagarnir Sigurður Anton og Þórhallur Þórhallsson sjá um vikulega hlaðvarpið Tímavarp og munu í tilefni áramótana halda Live Show í Tjarnarbíó þann 21. desember þar sem þeir fara í gegnum árið sem er að taka enda.
Pólitík, kvikmyndir, tónlist, dauðsföll og allt annað, svo lengi sem það er ekki íþróttir! Og fullt fullt af skemmtilegum aukahlutum að sögn félaganna.
Fyrir nokkrum dögum smelltu þeir sér í Kringluna og spurðu fólk hvað þeim fyndist standa upp úr árið 2025. Skemmst er frá því að segja að enginn vildi tala við þá.
@siggitonihvað fannst þér standa uppúr?
Annað var uppi á teningnum þegar þeir spurðu hvað væri það versta við árið. Eruð þið sammála þeim sem svöruðu? Tæplega 29 þúsund áhorf eru á myndbandið.
@timavarp lækið ef þið elskið Magnús Hlyn! @Sigurður Anton @ÞórhallurÞórhallsson ♬ original sound – Tímavarp – með Tona og Tótó