fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Réttað vegna flugslyssins hörmulega í dag – Saka þá um vanrækslu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. desember 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Cardiff City gegn Nantes vegna andláts Emiliano Sala verður tekið fyrir í viðskiptadómstól í Frakklandi í dag.

Cardiff krefst yfir 100 milljóna punda í skaðabætur og sakar Nantes um vanrækslu í tengslum við flugslysið sem kostaði Sala lífið í janúar 2019.

Sala, þá 28 ára, lést þegar lítil flugvél sem átti að flytja hann frá Frakklandi til Cardiff hrapaði yfir Ermasundi skömmu eftir að félögin höfðu gert samkomulag um 15 milljóna punda kaupverð velska félagsins.

Cardiff heldur því fram að Nantes beri ábyrgð þar sem umboðsmaður sem franska félagið réði hafi skipulagt ferðina.

Málið átti upphaflega að fara fyrir dóm í september en var frestað að beiðni Nantes.

Í yfirlýsingu frá Cardiff segir að málsmeðferðin sé næsta skref í átt að því að leiða sannleikanum í ljós og tryggja aukna ábyrgð í fótbolta.

Cardiff var í ensku úrvalsdeildinni þegar slysið átti sér stað, en leikur nú í ensku C-deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fanndís leggur skóna á hilluna eftir magnaðan feril – „Takk fyrir mig“

Fanndís leggur skóna á hilluna eftir magnaðan feril – „Takk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjarna Liverpool tekin af lífi eftir gærkvöldið – Segja hann þann versta í sögu félagsins

Stjarna Liverpool tekin af lífi eftir gærkvöldið – Segja hann þann versta í sögu félagsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skóli tilkynnir andlát 19 ára nemanda – Samfélagið harmi slegið

Skóli tilkynnir andlát 19 ára nemanda – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking