fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár

Pressan
Föstudaginn 5. desember 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Bretakonungur vonast til að gera þessi jól „sérstök“ þar sem hann býr sig undir þann möguleika að þau verði sín síðustu jól.

„Karl forgangsraðar skyldum sínum, en hann er líka fjölskyldumaður sem veit að tími hans er dýrmætur,“ sagði heimildarmaður við Us Weekly á fimmtudag. „Hann vill sérstök jólí ár  ef þau verða þau síðustu.“

Heimildarmaðurinn sagði við fjölmiðla að konungurinn, sem er 77 ára, ætli að sækja árlega göngu í St. Mary Magdalene kirkjuna á jólamorgun og muni taka upp jólaræðu sína, sem verður sýnd síðar sama dag.

„Ekkert myndi koma í veg fyrir að Karl gerði það,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti við að Karl fylgi kenningu hinnar látnu Elísabetar drottningar um að hann verði að vera sýnilegur til að fólk beri traust til hans.

„Hann mun gera allt sem ætlast er til af honum og meira til“.

Nánustu aðstandendur Karls munu hafa áhyggjur af því að heilsa hans sé ekki eins og best verður á kosið þrátt fyrir Karl hafi greint frá því í september um að honum liði ágætlega. Er hann sagður taka einn dag í einu.

Þótt hátíðahöldin í ár kunni að vera með drungalegum blæ, er einnig um fagnaðartíma að ræða í ljósi þess að tengdadóttir Karls, Katrín hertogaynja er krabbameinslaus.

„Þau vilja öll njóta samverunnar sem best. Katrín og Vilhjálmur hlakka til að skapa minningar í því sem þau telja vera heimili sitt til frambúðar,“ en á árinu flutti fjölskylda á nýtt heimili, Forest Lodge í Windsor Great Park. Foreldrar Katrínar, Michael og Carole Middleton, munu verja jólunum hjá fjölskyldunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun