fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Tvö stór fíkniefnamál til rannsóknar hjá lögreglunni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. desember 2025 13:58

Ketamín. Aðsend mynd frá lögreglu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö stór fíkniefnamál eru nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar er um að ræða mikinn innflutning á annars vegar hassi og hins vegar kókaínvökva. Efnin voru falin í bílum sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar um miðjan nóvember. Í tilkynningunni segir:

„Tvö umfangsmikil fíkniefnamál eru nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en í öðru þeirra var lagt hald á 53 kg af hassi en í hinu 9 lítra af kókaínvökva. Hassið og kókaínvökvinn var falið í sitthvorri bifreiðinni, sem báðar komu til Seyðisfjarðar með farþegaskipinu Norröna um miðjan síðasta mánuð. Bifreiðunum var þá fylgt eftir og síðan voru fjórir handteknir í framhaldinu, þ.e. báðir bílstjórarnir og tveir menn sem veittu varningnum mótttöku.

Um tvö aðskilin mál er að ræða, einn var handtekinn í öðru þeirra og þrír í hinu. Mennirnir eru allir erlendir ríkisborgarar og virðast ekki hafa nein tengsl við Ísland. Þeir hafa allir setið í gæsluvarðhald frá því málin komu upp, en það rennur út í þar næstu viku. Bæði málin eru afrakstur mjög góðrar samvinnu lögregluliðanna á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi og Tollgæslunnar. Embættin nutu jafnframt aðstoðar lögreglunnar á Norðurlandi eystra og sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðir í fyrrnefndum málum.“

Einnig eru nefnd til sögunnar þrjú önnur fíkniefnamál á árinu þar sem með góðri samvinnu lögreglu og tollgæslu var lagt hald á mikið magn af efnum, m.a. ketamín og MDMA.

Í lok tilkynningar er fólki leiðbeint um hvernig miðla má upplýsingum um brot til lögreglu:

„Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga