fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fókus

Fyrrum hertogaynjan sögð hyggja á hefndir

Fókus
Mánudaginn 1. desember 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum hertogaynjan Sarah Ferguson er ekki ánægð með framgöngu bresku konungsfjölskyldunnar gagnvart sér, en henni hefur verið gert að yfirgefa konunglegu híbýlin sem hún deildi með fyrrum eiginmanni sínum, Andrew Mountbatten-Windsor, fyrrum prins. Hún er nú sögð hyggja á hefndir.

The Express greinir frá því að Ferguson sé nú að íhuga að láta allt fjúka í viðtali við fjölmiðla.

Fjölmiðlamaðurinn Mark Dolan segir við Sky News: „Henni finnst eins og henni hafi verið kastað fyrir lestina, að það hafi verið vegna illa ígrundaðra samskipta Andrésar við athafnamanninn sem er fallinn í ónáð [Jeffrey Epstein] og þar með neyðist hún til þess að hreinsa nafn sitt. Hún þarf peninga og það er mjög líklegt að hún muni undirrita samkomulag um að fá milljónir fyrir að láta allt fjúka. Það er stór vandi fyrir Karl Bretakonung því allur þessi skandall gæti komið óorði á valdatíð hans.“

Búið er að gera Ferguson og Andrési að yfirgefa Royal Lodge þar sem þau hafa verið búsett lengi. Þau eru samt ekki flutt út og óvíst hvenær af því verður. Talið er líklegt að Ferguson endi með að flytja inn á dóttur sína Eugenie prinsessu í Portúgal.

Cosmopolitan greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur var með stöðugan hausverk í fjóra daga eftir Spánarfríið – „Líkaminn er alltaf að segja okkur eitthvað“

Hildur var með stöðugan hausverk í fjóra daga eftir Spánarfríið – „Líkaminn er alltaf að segja okkur eitthvað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttirin í geðshræringu þegar hún sá söngvarann skegglausan í fyrsta skipti í áratug

Dóttirin í geðshræringu þegar hún sá söngvarann skegglausan í fyrsta skipti í áratug