fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Eyjan

Gallupkönnun: Yfirgnæfandi meirihluti vill rannsóknarnefnd á störf sérstaks saksóknara í hrunmálum

Eyjan
Sunnudaginn 23. nóvember 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd sem taki til skoðunar störf embættis sérstaks saksóknara og annarra opinberra aðila sem komu að rannsókn og málsmeðferð sakamála í kjölfar fjármálahrunsins 2008.

Eyjan hefur undir höndum niðurstöður skoðanakönnunar sem Gallup vann fyrir Steinþór Gunnarsson, sem nýlega var sýknaður í Landsrétti í Ímon-málinu svonefnda eftir að hafa verið ranglega sakfelldur í Hæstarétti fyrir áratug.

Steinþór var sakfelldur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu sem forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans í aðdraganda hrunsins 2008. Var honum gefið að sök að hafa kynnt kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti en ákværuvaldið hélt því fram að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða.

Héraðsdómur dæmdi Steindór til níu mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar árið 2014 en hann áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti ári síðar dóm héraðsdóms en ákvað að sex mánuðir af níu yrðu skilorðsbundnir.

Í könnuninni kemur fram að tæp 72% þeirra sem tóku afstöðu eru hlynntir því að skipuð verði rannsóknarnefnd til að fara yfir störf sérstaks saksóknara og annarra opinberra aðila í hrunmálunum. Andvígir eru ríflega 28%.

Einu gildir hvort horft er til aldurs, kyns, búsetu, menntunar eða tekna. Allir hópar vilja fá rannsóknarnefnd.

Einnig var spurt hvort fólk væri tilbúið að skrá nafn sitt á rafrænan undirskriftalista, þar sem nafnleynd er í boði, til að skora á Alþingi að skipa slíka rannsóknarnefnd.

Niðurstöðurnar þar voru enn meira afgerandi en í fyrri spurningunni. Tæplega 80% eru fús til að skrifa undir slíkan undirskriftalista en einungis ríflega 20% ófús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár