fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason

Eyjan
Laugardaginn 22. nóvember 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungmennafélögin voru stofnuð um aldamótin 1900 til að efla þjóðernisvitund Íslendinga, bjarga tungumálinu og fylla þjóðina nýrri von og trú. Lífskjör í landinu voru verri en víðast hvar í Evrópu. Húsakostur var fátæklegur, atvinnuvegir frumstæðir og þjóðin beygð af margra alda mótlæti. Stór hluti fólks var flúinn til Vesturheims. Ungmennahreyfingunni tókst ásamt pólitískri vakningu að gjörbylta íslensku samfélagi. Hún starfaði undir kjörorðinu: „Ræktun lýðs og lands“ eða „Íslandi allt,“ sem lýsir vel ungmennafélagsandanum. Eftir áratuga baráttu tók aumasta land Evrópu skyndilega forystu í lífsgæðakapphlaupinu.

Einar Kárason gerir aldamótakynslóðinni góð skil í nýrri bók sinni, Sjá dagar koma. Þar lýsir Einar ungum manni sem elst upp í mikilli fátækt á Vestfjörðum. Hann kynnist rányrkju erlendra þjóða á fiskimiðum landsins. Ræður sig í vinnu á lúðuveiðiskipi og flytur til Ameríku. Hann kemur aftur ágætlega efnum búinn og reynir að bæta sjálfsmynd þjóðarinnar. Söguhetjan gerir Einar skáld Benediktsson að leiðtoga lífs síns enda var hann framsýnn hugsjónamaður. Andi ungmennafélaganna svífur yfir vötnum. Þetta er skemmtileg lesning og góð bók hjá Einari sem kemur manni sífellt á óvart.

Með batnandi lífskjörum hefur þjóðin fjarlægst sögu sína og uppruna. Bláhvíti fáninn, rímur og stefna ungmennahreyfingarinnar eru talin jafn hallærisleg og búningur íslenskra glímumanna. .

„Eitt helsta vandamál samtímans er kynslóðabundið og valkvætt minnisleysi þar sem foreldrum, ömmum og öfum hefur verið skipt út fyrir afþreyingariðnaðinn,“ segir Bergsveinn Birgisson í bók sinni Hlaðan. Sagan týnist í síbylju af skemmtiefni. Neikvæð umræða um ungmennafélögin er hluti af síbylju um skaðsemi ættjarðarástar sem byggir á forsendum nútímans. Álitsgjafar samtímans eru í engum tengslum við fátækt og eymd 19. aldar sem rak fólk að leita að nýrri von.

Ég er ákaflega hrifinn af bók Einars sem segir frá kynslóðinni sem skreið út úr torfkofunum og byggði upp 101 Reykjavík. Það er kaldhæðni sögunnar að núverandi íbúar svæðisins halda að miðborgin hafi ekkert breyst í aldanna rás. Margir telja að Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir hafi verið fyrstu eigendur og veitingamenn á Kaffi Vest og rekið nýstárlegt hlaðvarp í húsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
EyjanFastir pennar
22.10.2025

Thomas Möller skrifar: Mælum rétt

Thomas Möller skrifar: Mælum rétt
EyjanFastir pennar
20.10.2025

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi