fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. nóvember 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arne Slot, stjóri Liverpool, segir að félagið sakni Diogo Jota mjög, bæði sem leikmanns og einstaklings. Portúgalinn lést í bílslysi síðasta sumar, aðeins 28 ára gamall, og hefur andlát hans setið djúpt í leikmannahópnum.

Andy Robertson, samherji Jota hjá Liverpool, sagði eftir leik Skotlands á þriðjudag, þar sem þeir tryggðu sér sæti á HM 2026 með dramatískum sigri á Danmörku að hann hefði verið brotinn yfir daginn vegna hugsana um Jota.

„Ég gat ekki hætt að hugsa um vin minn Diogo Jota í dag,“ sagði Robertson. „Við töluðum svo oft um að komast á HM, því hann missti af síðasta móti með Portúgal og ég með Skotlandi. Ég veit að hann er að brosa til mín í kvöld.“

Slot segir að orð Robertson hafi snert hann djúpt. „Ég sá viðtalið og veit að þetta er erfitt fyrir alla hjá félaginu, sem er fullkomlega eðlilegt,“ sagði hann.

„En alltaf hugsa ég. Hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn? Þeir þurfa að lifa með þessu á hverjum degi. En að við söknum leikmannsins og manneskjunnar, það er algjörlega augljóst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga