

Arne Slot, stjóri Liverpool, segir að félagið sakni Diogo Jota mjög, bæði sem leikmanns og einstaklings. Portúgalinn lést í bílslysi síðasta sumar, aðeins 28 ára gamall, og hefur andlát hans setið djúpt í leikmannahópnum.
Andy Robertson, samherji Jota hjá Liverpool, sagði eftir leik Skotlands á þriðjudag, þar sem þeir tryggðu sér sæti á HM 2026 með dramatískum sigri á Danmörku að hann hefði verið brotinn yfir daginn vegna hugsana um Jota.
„Ég gat ekki hætt að hugsa um vin minn Diogo Jota í dag,“ sagði Robertson. „Við töluðum svo oft um að komast á HM, því hann missti af síðasta móti með Portúgal og ég með Skotlandi. Ég veit að hann er að brosa til mín í kvöld.“
Slot segir að orð Robertson hafi snert hann djúpt. „Ég sá viðtalið og veit að þetta er erfitt fyrir alla hjá félaginu, sem er fullkomlega eðlilegt,“ sagði hann.
„En alltaf hugsa ég. Hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn? Þeir þurfa að lifa með þessu á hverjum degi. En að við söknum leikmannsins og manneskjunnar, það er algjörlega augljóst.“