

Jónatan Ingi Jónsson leikmaður Vals segir það af og frá að hann vilji fara í KR eins og kom fram í hlaðvarpi Dr. Football í gær.
„Nei, þetta er ekki rétt. Ég hef aldrei sagt við neinn að ég vilji fara í KR,“ segir Jónatan í samtali við Vísi.
Jónatan hefur verið einn besti leikmaður Vals síðustu tvö ár og kantmaðurinn kveðst ekki á förum frá Val.
Jónatan lék með FH áður en hann fór í atvinnumennsku og snéri svo heim í Val þar sem hann hefur gert vel.
Hermann Hreiðarsson var ráðinn þjálfari Vals á dögunum og er líklegt að Jónatan verði áfram í stóru hlutverki hjá Val.