
Nýútgefin ævisaga um Robert Lewandowski hefur vakið mikla athygli á Spáni, þar sem fullyrt er að Barcelona hafi beðið framherjann um að hætta að skora í síðustu leikjunum tímabilið 2022-2023, vegna ákvæðis í samningi hans.
Samkvæmt bókinni áttu háttsettir stjórnarmenn Barcelona að hafa kallað Lewandowski á fund eftir að liðið tryggði sér Spánarmeistaratitilinn. Þar átti honum að hafa verið sagt að hann mætti ekki bæta við mörkum í síðustu tveimur leikjunum.
Ástæðan var fjárhagsleg, ef hann næði 25 deildarmörkum þyrfti Barcelona að greiða Bayern Munchen 2,5 milljónir evra í aukagreiðslu. Lewandowski spilaði því ekki síðustu tvo leikina og lauk tímabilinu því með 23 mörk.
Mikið hefur verið fjallað um fjárhagskragga Barcelona undanfarin ár og þetta undirstrikar þá.