fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 12:00

Mynd: Barcelona

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýútgefin ævisaga um Robert Lewandowski hefur vakið mikla athygli á Spáni, þar sem fullyrt er að Barcelona hafi beðið framherjann um að hætta að skora í síðustu leikjunum tímabilið 2022-2023, vegna ákvæðis í samningi hans.

Samkvæmt bókinni áttu háttsettir stjórnarmenn Barcelona að hafa kallað Lewandowski á fund eftir að liðið tryggði sér Spánarmeistaratitilinn. Þar átti honum að hafa verið sagt að hann mætti ekki bæta við mörkum í síðustu tveimur leikjunum.

Ástæðan var fjárhagsleg, ef hann næði 25 deildarmörkum þyrfti Barcelona að greiða Bayern Munchen 2,5 milljónir evra í aukagreiðslu. Lewandowski spilaði því ekki síðustu tvo leikina og lauk tímabilinu því með 23 mörk.

Mikið hefur verið fjallað um fjárhagskragga Barcelona undanfarin ár og þetta undirstrikar þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim vill fá gamlar hetjur inn á dekk og hjálpa sér

Amorim vill fá gamlar hetjur inn á dekk og hjálpa sér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Í gær

Gæti mjög óvænt snúið aftur

Gæti mjög óvænt snúið aftur
433Sport
Í gær

ÍBV sækir spennandi markvörð

ÍBV sækir spennandi markvörð