
Það var fagnað víða um Írland í gær þegar landsliðið kom sér í umspil um sæti á HM með dramatískum 2-3 sigri á Ungverjum.
Heimir Hallgrímsson er auðvitað þjálfari írska liðsins, sem skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu uppbótartíma í gær. Þar var að verki Troy Parrott og fullkomnaði hann um leið þrennu sína.
Dublin airport pub right now. 90+6 #Ireland off to the playoffs pic.twitter.com/KaXrz1mEOJ
— Zuzana Botikova (@zuzinuanella) November 16, 2025
Það hafa birst mörg myndbönd af fagnaðarlátum víða um Írland og þar var Dublin-flugvöllur engin undantekning. Meðfylgjandi myndband var tekið á bar á vellinum, þar sem allt ætlaði um koll að keyra.
Heimir og hans menn fá að vita hvaða liðum þeir mæta í umspilinu í mars næstkomandi á fimmtudag. Liðið freistar þess að komast á sitt fyrsta heimsmeistaramót síðan 2002.