

Jökull Andrésson hefur skrifað undir samning við FH til ársins 2028, hann rifti samningi sínum við Aftureldingu á dögunum.
Jökull rifti samningi sínum við Aftureldingu eftir fall úr Bestu deild karla.
JÖkull var í herbúðum Aftureldingar í 18 mánuði, hann hjálpaði liðinu upp í Bestu deildina en gat ekki hjálpað uppeldisfélaginu að halda sér þar.
Markvörðurinn var áður í herbúðum Reading í Englandi en snéri aftur heim á síðasta ári.
FH reyndi að fá Jökul fyrir ári síðan en hann tók slaginn með Aftureldingu í sumar en semur nú við FH.