

„Þetta er ógeðslegt, það er ein fokking hornspyrna. Hann fær frían skalla og skorar, við fáum skalla og hann ver frábærlega,“ sagði Sverrir Ingi Ingason á Sýn Sport eftir 2-0 tap gegn Úkraínu í undankeppni HM í kvöld.
Íslenska liðið er því úr leik og kemst ekki í umspilið, íslenska liðið hefði farið áfram í umspilið með jafntefli en fékk á sig tvö mörk seint í leiknum.
„Við fáum færi til að komast yfir, í seinni hálfleik erum við með control á þessu. Þeir eru ekkert að skapa sér
Sverrir er öruggur á því að íslenska landsliðið fer á stórmót á næstu árum, hann segir unga leikmenn liðsins hafa allt sem til þarf.
„Virkilega erfitt að taka þessu, það eru litlu hlutirnir sem klárast ekki. Við erum með ungt lið, ungu strákarnir eru komnir langt og mér finnst geggjað að taka þátt í þessu. Þetta lið fer á stórmót á næstu árum, liðið þarf að vaxa. Á næstu árum sjáum við þetta lið á stórmótum, þessir ungu menn eru það góðir.“