

Íslenska landsliðið er ekki á leið í umspill um laust sæti á HM eftir tap gegn Úkraínu á útivelli í dag. Oleksandr Zubkov kom liðinu yfir og annað mark Úkraínu kom í uppbótartíma.
Íslenska liðið var með ágætis stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en í þeim síðari var liðið meira og minna í vörn.
Heimamenn í Úkraínu fengu sín færi en íslenska liðið varðist vel, íslenska liðið fékk einnig ágætis færi en markvörður Úkraínu varði vel.
Það var svo á 83. mínútu sem Oleksandr Zubkov skoraði eftir horn, boltinn rataði á fjærstöng þar sem menn voru sofandi og Zubkov stangaði boltann í netið.
Íslenska liðið reyndi að sækja jafnteflið en Oleksii Hutsuliak kom liðinu í 2-0 í uppbótartíma og íslenska liðið slegið niður.
Íslenska liðið endar í þriðja sæti riðilsins en liðið vann Aserbaídsjan í tvígang í riðlinum og gerði eitt jafntefli við Frakkland, liðið tapaði í tvígang gegn Úkraínu og fara þeir því í umspilið.
Elías Rafn Ólafsson – 7
Þokkalega öruggur í öllum sínum aðgerðum. Varði svo stórkostlega í tvígang þegar lítið var eftir af leiknum.
Guðlaugur Victor Pálsson – 6
Flottur leikur hjá Gulla en líkt og aðrir í vörninni fékk hann góða hjálp frá Sverri
Sverrir Ingi Ingason – 8
Besti maður vallarins, þvílík frammistaða. Þegar samherjar hans gerðu mistök mætti Sverrir og þreif upp eftir þá.
Hörður Björgvin Magnússon – 5
Ágætur leikur, nokkur „shaky“ augnablik og virtist gleyma sér í markinu sem Úkraína skoraði. Var að spila sinn fyrsta alvöru landsleik í meira en tvö ár.
Mikael Egill Ellertsson – 6
Virkilega flottur leikur en var illa áttaður þegar Úkraína skoraði.
Jón Dagur Þorsteinsson – 6
Nýtist liðinu minna úti hægra megin en hann gerir á vinstri kantinum. Duglegur og gerði margt gott
Ísak Begmann Jóhannesson – 6
Flottur leikur, braut einu sinni virkilega vel fyrir liðið í fyrri hálfleik þegar liðið var illa skipulagt og Úkraína á leið í upphlaup
Hákon Arnar Haraldsson – 6
Stjórnar leiknum og gerði það vel í fyrri hálfleik, við vorum meira og minni í vörn í þeim seinni.
Albert Guðmundsson – 6
Duglegur en komst ekki oft í þær stöður þar sem hann getur náð að meiða andstæðinginn
Andri Lucas Guðjohnsen – 6
Dugnaður en úr litlu að moða.
Brynjólfur Willumsson (´65) – 5
Dugnaður en úr litlu að moða.
Varamenn:
Jóhann Berg Guðmundsson (´65) – 6
Kom inn og varðist vel.