fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Biluð dramatík – Heimir Hallgríms leyfir Írum að dreyma um sæti á HM eftir sigur í Ungverjalandi

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 16. nóvember 2025 16:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í Írlandi eru komnir í umspilið um laust sæti á HM eftir ótrúlegan 2-3 sigur á Ungverjalandi á útivelli.

Troy Parrot var allt í öllu í leik Íra og skoraði þrennu í leiknum. Írar urðu að vinna leikinn til að komast upp í annað sæti riðilsins.

Parrot skoraði sigurmarkið á 95. mínútu þegar hann mætti í teiginn og kom tánni í boltann. Magnaður sigur Íra og draumurinn um HM lifir.

Írar þurftu sigur til að ná inn í umspilið, liðið vann frækinn sigur á Portúgal á fimmtudag og þurfti svo sigur í dag. Það tókst með ótrúlegum hætti.

Eftir að hafa sætt gagnrýni hefur Heimir unnið hug og hjörtu írsku þjóðarinnar undanfarna daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hrafnkell nefnir leikmanninn sem hann sér hvað mestan mun á eftir að Arnar tók við

Hrafnkell nefnir leikmanninn sem hann sér hvað mestan mun á eftir að Arnar tók við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndbirting Eggerts Magnússonar vekur mikla athygli – Frá boltastrák í samherja

Myndbirting Eggerts Magnússonar vekur mikla athygli – Frá boltastrák í samherja
433Sport
Í gær

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik
433Sport
Í gær

Undirbúa það að reisa styttu af Messi

Undirbúa það að reisa styttu af Messi