fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Steven Caulker riftir samningi sínum við Stjörnuna

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 16. nóvember 2025 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan og Steven Caulker hafa náð samkomulagi um að ljúka samstarfi. Stjarnan og Caulker hafa komist að samkomulagi um að slíta samningi hans við félagið, bæði sem leikmaður og þjálfari.

Caulker gekk til liðs við Stjörnuna í byrjun júní og hafði strax veruleg áhrif á liðið. Koma hans var stór þáttur í því að liðið tók við sér á lokasprettinum og tryggði sér að lokum Evrópusæti.

„Á skömmum tíma hafði Caulker jákvæð og fagleg áhrif á leikmenn bæði innan sem utan vallar. Hann er einn þekktasti leikmaður sem hefur spilað á Íslandi og hefur reynsla hans og nærvera verið liðinu dýrmæt. Stjarnan þakkar Steven Caulker innilega fyrir framlag hans og óskar honum velfarnaðar í komandi verkefnum,“ segir á vef Stjörnunnar.

Caulker er fyrrum leikmaður Tottenham, Liverpool og fleiri liða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?