fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Eyjan
Laugardaginn 15. nóvember 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir beitir penna sínum gegn Sjálfstæðisflokknum í pistli helgarinnar í sunnudagsmogganum.

Sú sem þetta skrifar veit ekki til þess að borgarbúar bíði óþreyjufullir eftir að Sjálfstæðisflokkurinn taki við völdum í borginni. Pistlahöfundur varð því nokkuð hvumsa þegar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins sagði nýlega í hvatningarræðu í Valhöll: „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í Ráðhúsinu í vor.““

Svona hefst pistill Kolbrúnar. Hún heldur áfram:

Orð Guðrúnar hljómuðu eins og orð formanns sem hefði unnið allnokkra góða sigra fyrir flokk sinn og ætlaði sér nú að vinna enn einn sigurinn. Við vitum öll að þetta er ekki raunveruleikinn. Þjóðin er ekki að klappa Sjálfstæðisflokkinn upp, sem er ekki einkennilegt. Sjálfstæðisflokkurinn er eiginlega orðinn eins og Framsóknarflokkurinn, sem er um það bil að geipsa golunni. Almenningur veit varla lengur fyrir hvað þessir flokkar standa. Fólk hefur þó aðeins meiri hugmyndir um erindi Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn er ekki að græða á því. Almenningi finnst Sjálfstæðisflokkurinn vera flokkur sem sé alltaf tilbúinn að verja hina ríku og máttugu og því ríkari sem menn eru því æstari sé flokkurinn í vilja sínum að hjálpa þeim til enn meiri áhrifa. Þetta eru ekki áherslur sem laða að atkvæði venjulegs fólks sem er að borga af húsnæðislánum eða greiða okurleigu.“

Kolbrún segir orð Guðrúnar Hafsteinsdóttur um yfirtöku Sjálfstæðisflokksins á Ráðhúsinu bera vott um mikla afneitun á afleitri stöðu flokksins. Þó að formaður flokks eigi vitaskuld að hvetja flokksfélaga sína til dáða megi ekki láta óskhyggju stjórna orðum sínum, sama hversu freistandi það er þegar staðan er vond.

Kolbrún telur þó meiri líkur á að Sjálfstæðisflokkurinn komist til valda í borginni en að hann komist í ríkisstjórn á næstu árum. Vinsæl ríkisstjórn sé ekkert á förum. Hún hefur lítið að segja um meirihlutann í borginni, hann sé óvinsæll líkt og minnihlutinn.

Á einhvern furðulegan hátt hefur borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins tekist að koma sér upp því orðspori að hvorki sé gott né gaman að vinna með þeim. Þegar velja á samstarfsflokk taka flokkar alla aðra fram yfir Sjálfstæðisflokkinn. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ættu kannski að líta í eigin barm og velta því fyrir sér hvað geri á svo óálitlega.“

Kolbrún segir Sjálfstæðisflokkinn vera í tilvistarkreppu sem sé ekki hægt að kenna Guðrúnu Hafsteinsdóttur um. „Einhvers staðar, þó nokkru fyrir formannsskipti, rak flokkinn illilega af leið. Pistlahöfundur ætlar ekki að taka að sér að kryfja ástæður þess, nærtækast er að sjálfstæðismenn geri það. Ef þeir ætla að leysa vanda sinn þurfa þeir að skilja hann og koma sér upp lausnum. Vantraust í garð flokksins er hins vegar svo mikið að það gæti tekið ansi mörg ár að ráða bug á því.“

Hún hnykkir út með því að skrifa: „Kjósendur vilja nefnilega vita fyrir hvað stjórnmálaflokkur stendur. Viti þeir það ekki missa þeir áhugann. Einmitt það er að henda Sjálfstæðisflokkinn. Alltof mörgum kjósendum stendur nákvæmlega á sama um flokkinn því hann er ekki að segja þeim neitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til