fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Eyjan
Laugardaginn 15. nóvember 2025 14:41

Ari Kr. Sæmundsen, fyrrverandi framkvæmdastjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan ég var framkvæmdastjóri smáfyrirtækis í Reykjavík, var mér bent á að það gæti verið gagnlegt fyrir mann í minni stöðu að vera á LinkedIn. Þar væru allir helstu stjórnendur landsins, margir núverandi og mögulegir viðskiptavinir og fulltrúar erlendra birgja, sem deildu hugmyndum sínum og skoðunum annarra. LinkedIn væri í raun frábær leið til að efla og bæta tengslanetið í viðskiptalífinu. Ég lét til leiðast, bjó til prófíl og bingó, ég var tengdur.

Þar sem ég er frekar latur að eðlisfari, sinnti ég þessum samfélagsmiðli viðskiptalífsins lítið, fékk af og til „vinabeiðnir“, sem ég samþykkti umyrðalaust. Ég lét LinkedIn í friði og LinkedIn lét mig í friði að mestu leyti. En upp á síðkastið hefur hlaupið einhver fítonskraftur í skilaboðaskjóðu LinkedIn, pósthólfið mitt er uppfullt af skilaboðum um að fylgjast með hinum og þessum, m.a.s. fyrirmönnum úti í heimi eins og t.d. Antoni frá Geitaskarði sem var búinn að slökkva á grillinu eftir að hafa lesið skilaboð frá Baldri frá Hlíð, sem var að velta fyrir sér hvaða bóluefni ætti að þróa gegn næsta heimsfaraldri. Mér var hætt að lítast á blikuna og var að reyna að finna leið til að tékka mig út, þegar ég fékk boð um að fylgja Úrsúlu frá Lundi (hún er víst ekkert skyld Guðrúnu), drottningar Evrópu. Mér datt í hug að nú þegar ESB er búið að koma böndum á hamfarhlýnunina, með því að skattleggja íbúana í drep og kaffæra þá í reglugerðarfargani (og Anton og Baldur búnir að missa áhugann), festa plasttappa við drykkjarílát, svo þeir endi ekki í fuglsmaga og gæta þess að evrópskar konur séu upplýstar um að dömubindi og túrtappar séu einnota, sé næst á dagskrá að huga að vatnsbúskap sambandsins. Það gæti því verið fróðlegt að fylgjast með hvað Úrsúla frá Lundi er að bauka.

Hef heyrt því fleygt að í fyrstu atrennu verði settur hemill á vatnsinntak allra klósettkassa álfunnar, þannig að þeir taki inn á sig það vatnsmagn sem Úrsúla frá Lundi telur hæfilegt til að skola klósettskálina. Þá verður teljari jafnframt tengdur við sturtubúnaðinn, sem telur hve oft sturtað er niður. Sturtun verður kvótasett, ekki ólíkt ETS viðskiptakerfinu með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda, en orðið losunarheimild er talið einkar viðeigandi í þessu tilliti. Sturtun verður gerð upp einu sinni á ári eins og t.d. kílómetragjaldið. Þeir sem sturta sjaldan niður geta þá selt losunarheimildir til þeirra, sem þurfa að nota klósettskálina oftar, t.d. karlmanna með stækkaðan blöðruhálskirtil eða þeirra sem fá tilfallandi niðurgang. Þeir sem búa í afkimum álfunnar og hafa ekki aðgang að vatnsklósetti stendur til boða styrkur til að kaupa klósett og rotþró. Nú er hirðin í Brussel að vinna í því hvernig málum verði best fyrirkomið á almenningssalernum og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að fólk geti sniðgengið kerfið, t.d. með því að míga úti í garði. Þetta er svo arfavitlaus hugmynd að hún gæti raungerst í víðfeðmu ríki Úrsúlu frá Lundi.

Hver segir svo að ekki sé hægt að hafa gagn og gaman af LinkedIn?

Bestu kveðjur úr óbærilegum léttleika tilverunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“