

John Terry hefur viðurkennt að hann sé stressaður yfir möguleikanum á að Arsenal slái met Chelsea fyrir fæst mörk fengin á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
Terry var lykilmaður í liði José Mourinho tímabilið 2004-05 þegar Chelsea fékk aðeins á sig 15 mörk á leið sinni að Englandsmeistaratitlinum met sem hefur staðið í 20 ár.
Nokkur lið hafa komist nærri, þar á meðal Chelsea sjálft árið eftir (22 mörk), Manchester United 2007-08 og Liverpool 2018-19.
En nú er talið að Arsenal gæti ógnað metinu. Lið Mikel Arteta hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins, þrátt fyrir að hafa spilað á erfiðum útivöllum eins og Old Trafford, Anfield og St James’ Park.
„Ég verð að viðurkenna að ég er aðeins farinn að hafa áhyggjur,“ sagði Terry á TikTok.
„Ég fylgist með leikjaplani þeirra og hvar þeir gætu fengið á sig mark. Þeir líta mjög vel út. Ég held samt að metið verði erfitt að slá, en ég er smá stressaður.”