

Samkvæmt Us Weekly hafa þau farið á nokkur stefnumót í London en hvorugt þeirra hefur staðfest – eða neitað – fyrir orðróminn.
Það er talsverður aldursmunur á parinu en Chris er 48 ára og Sophie er 29 ára.
Margir þekkja Sophie úr vinsælu HBO-þáttunum Game of Thrones og Chris Martin er söngvari hljómsveitarinnar Coldplay.
„Þetta er mjög nýtt en þau ná mjög vel saman,“ sagði heimildarmaður Us Weekly og bætti við að þau eigi margt sameiginlegt.

Sophie á tvær dætur úr fyrra sambandi með söngvaranum Joe Jonas. Þau hættu saman árið 2023. Hún var síðast í sambandi með breska aðalsmanninum Peregrine Pearson.

Chris er nýkominn úr átta ára löngu sambandi með leikkonunni Dakota Johnson, en Sophie og Dakota hafa eytt tíma saman sem vinkonur og þykir þess vegna mörgum þessi pörun áhugaverð. Ekki bara út af því heldur árið 2020 kom Joe Jonas þáverandi kærustu sinni á óvart með afmæliskveðju frá Chris Martin, en Sophie hefur lengi verið mikill aðdáandi hans.

Chris Martin á tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Gwyneth Paltrow. Þau skildu árið 2016 eftir þrettán ára hjónaband.