fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Nýtt stjörnupar vekur athygli – 19 ára aldursmunur

Fókus
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 10:02

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir miðlar greina frá því að söngvarinn Chris Martin og leikkonan Sophie Turner séu nýjasta stjörnupar Hollywood.

Samkvæmt Us Weekly hafa þau farið á nokkur stefnumót í London en hvorugt þeirra hefur staðfest – eða neitað – fyrir orðróminn.

Það er talsverður aldursmunur á parinu en Chris er 48 ára og Sophie er 29 ára.

Margir þekkja Sophie úr vinsælu HBO-þáttunum Game of Thrones og Chris Martin er söngvari hljómsveitarinnar Coldplay.

„Þetta er mjög nýtt en þau ná mjög vel saman,“ sagði heimildarmaður Us Weekly og bætti við að þau eigi margt sameiginlegt.

Sophie-Turner-Peregrine-Pearson
Sophie Turner og Peregrine Pearson.

Sophie á tvær dætur úr fyrra sambandi með söngvaranum Joe Jonas. Þau hættu saman árið 2023. Hún var síðast í sambandi með breska aðalsmanninum Peregrine Pearson.

Sophie Turner og Dakota Johnson árið 2023. Mynd/Getty

Chris er nýkominn úr átta ára löngu sambandi með leikkonunni Dakota Johnson, en Sophie og Dakota hafa eytt tíma saman sem vinkonur og þykir þess vegna mörgum þessi pörun áhugaverð. Ekki bara út af því heldur árið 2020 kom Joe Jonas þáverandi kærustu sinni á óvart með afmæliskveðju frá Chris Martin, en Sophie hefur lengi verið mikill aðdáandi hans.

chris-martin
Gwyneth Paltrow og Chris Martin á viðburði saman í fyrra. Mynd/Getty Images

Chris Martin á tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Gwyneth Paltrow. Þau skildu árið 2016 eftir þrettán ára hjónaband.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”
Fókus
Í gær

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi