

Eiður Smári Guðjohnsen var við störf í London í gær, var hann hluti af sérfræðingum TNT Sport yfir leik Chelsea og Ajax í Meistaradeildinni.
Eiður Smári átti farsælan feril sem leikmaður Chelsea en hann og Joe Cole fyrrum samherji hans fóru yfir leikinn.
Lynsey Hipgrave stýrði umferðinni hjá TNT Sport í gær og stjórnaði umræðunni.
„Frábært kvöld á Brúnni með besta sérfræðingi sögunnar og hinum ljóshærða Maradona,“ sagði sjónvarskonan í færslu á Instagram.
Hún líkir því Eiði Smára við Maradona sem var um tíma besti knattspyrnumaður í heimi en kappinn lést fyrir nokkrum árum.
