fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. október 2025 20:58

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool vann loks sigur eftir fjögur töp í röð í öllum keppnum, liðið heimsótti Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Stuðningsmenn Liverpool fengu í magann þegar heimamenn komust yfir eftir tæplega hálftíma leik en markið kveikti á Liverpool.

Hugo Ekitike jafnaði leikinn áður en Virgil van Dijk og Ibrahima Konate skoruðu eftir horn og komu Liverpool í 3-0.

Florian Wirtz lagði svo upp tvö mörk í síðari hálfleik fyrir þá Coady Gakpo og Dominik Szoboszlai. Þetta eru fyrstu mörkin sem sá þýski kemur að hjá Liverpool. Mo Salah byrjaði á bekknum og Liverpool blómstraði án hans.

Á sama tíma vann Chelsea 5-1 sigur á Ajax en þeir hollensku fengu rautt spjald á 15 mínútu í stöðunni 0-0. Marc Guiu og Estevao skoruðu sín fyrstu mörk fyrir félagið í Meistaradeildinni.

FC Bayern pakkaði Club Brugge saman 4-0 þar sem Harry Kane, Luis Diaz og Nicolas Jackson voru á meðal markaskorara. Real Madrid vann 1-0 sigur á Juventus með marki frá Jude Bellingham

Monaco og Tottenham gerðu markalaust jafntefli og Sporting Lisbon vann 2-1 sigur á Marseille. Atalanta og Slavia Prag gerðu 0-0 jafntefli sömuleiðis.

Fyrr í dag vann Galatasaray 3-1 sigur á Bodo/Glimt þar sem Victor Osimhen skoraði tvö mörk og Athletic vann 3-1 sigur á Qarabag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“