Liverpool vann loks sigur eftir fjögur töp í röð í öllum keppnum, liðið heimsótti Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Stuðningsmenn Liverpool fengu í magann þegar heimamenn komust yfir eftir tæplega hálftíma leik en markið kveikti á Liverpool.
Hugo Ekitike jafnaði leikinn áður en Virgil van Dijk og Ibrahima Konate skoruðu eftir horn og komu Liverpool í 3-0.
Florian Wirtz lagði svo upp tvö mörk í síðari hálfleik fyrir þá Coady Gakpo og Dominik Szoboszlai. Þetta eru fyrstu mörkin sem sá þýski kemur að hjá Liverpool. Mo Salah byrjaði á bekknum og Liverpool blómstraði án hans.
Á sama tíma vann Chelsea 5-1 sigur á Ajax en þeir hollensku fengu rautt spjald á 15 mínútu í stöðunni 0-0. Marc Guiu og Estevao skoruðu sín fyrstu mörk fyrir félagið í Meistaradeildinni.
FC Bayern pakkaði Club Brugge saman 4-0 þar sem Harry Kane, Luis Diaz og Nicolas Jackson voru á meðal markaskorara. Real Madrid vann 1-0 sigur á Juventus með marki frá Jude Bellingham
Monaco og Tottenham gerðu markalaust jafntefli og Sporting Lisbon vann 2-1 sigur á Marseille. Atalanta og Slavia Prag gerðu 0-0 jafntefli sömuleiðis.
Fyrr í dag vann Galatasaray 3-1 sigur á Bodo/Glimt þar sem Victor Osimhen skoraði tvö mörk og Athletic vann 3-1 sigur á Qarabag.