fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Eyjan

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Eyjan
Þriðjudaginn 14. október 2025 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Jóhannes Guðnason sækist eftir að leiða lista Miðflokksins í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu hans á Facebook.

Hann segir mikinn skort á málsvara margra Kópavogsbúa í umræðunni, þá einkum hvað varðar Borgarlínu og skipulagsmál sem hann segir einkennast af ofurþéttingu og aðför að einkabílnum.

„Það kemur kannski spánskt fyrir sjónum margra að opinbera þetta 7 mánuðum fyrir kosningar en raunveruleikinn er að það er gríðarlegur skortur á málsvara margra Kópavogsbúa í umræðunni. Má þar sérstaklega nefna þegar kemur að Borgarlínu og skipulagsmálum, sem einkennast af ofurþéttingu og aðför að einkabílnum sem maður vonaði að næði ekki út fyrir Reykjavík.

Það er engin réttlæting fólgin í því að samþykkja fokdýran samgöngusáttmála á þeim rökum að Ríkið beri mestan kostnað þegar Ríkið fær sínar tekjur frá skattgreiðendum, líka þeim sem búa í Kópavogi.“

Miðflokksdeild Kópavogs vinni nú hörðum höndum að undirbúningi kosninga og eru í málefnavinnu. Einar bendir þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu að senda sér skilaboð. Undirbúningsstarfið hefst formlega þann 28. október með kvöldspjalli fyrir bæjarbúa um málefni Kópavogs. Um er að ræða fyrsta kvöldspjallið af mörgum. Málefni fyrsta fundar er Borgarlínan.

„Viðfangsefni kvöldsins verður hin fyrrnefnda Borgarlína og fáum við frábæra gesti til að halda erindi, þ.á.m. Þórarinn Hjaltason, samgönguverkfræðing.

Það eru gríðarleg tækifæri til uppbyggingar í Kópavogi og trúi því að skynsemisstefna Miðflokksins sé akkúrat það sem þarf til þess að tryggja að það sé ekki bara gott að búa í Kópavogi, heldur best.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vextir og verðbólga: Seðlabankinn í sjálfheldu – vítahringur verðtryggingar og skammsýni

Vextir og verðbólga: Seðlabankinn í sjálfheldu – vítahringur verðtryggingar og skammsýni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: „Þorðu að vera þjóðrækinn“

Björn Jón skrifar: „Þorðu að vera þjóðrækinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er ekki bara komið nóg af Framsókn?

Orðið á götunni: Er ekki bara komið nóg af Framsókn?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri býður sig fram til varaformanns

Snorri býður sig fram til varaformanns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingibjörg vill verða varaformaður Miðflokksins

Ingibjörg vill verða varaformaður Miðflokksins