fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Simmi Vill í hálfgerðu atvinnuviðtali – „Ég tek á móti ráðningum“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. október 2025 12:30

Sigmar Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, Simmi Vill, situr nær auðum höndum ef marka má viðtal við hann í Ísland vaknar í dag.

„Aldrei þessu vant, þá er ég einhvern veginn á milli vita og er svona að pæla, hvað geri ég næst þegar ég er orðinn stór,“ sagði Simmi, aðspurður þegar þáttastjórnendur sögðu fólk alltaf vera að spá í hvað hann væri að gera, bæði í atvinnulífinu og stefnumótalífinu.

Simmi greinir frá því að hann hafi átt félag með Samkaup og eftir eignarhaldsbreytingar þar kom í ljós að „þeir vilja ekkert vera í partýi með öðrum, vilja bara stjórna öllu sjálfir, sem ég skil að ákveðnu leyti.“

Kaupréttarsamningur var því virkjaður og Simmi skildi við Eldum gott, sem hann segist sáttur við. „Ég er eiginlega bara verkefnalaus núna, fyrir utan Minigarðinn. Því er stýrt af styrkri og harðri hendi af Vilhelm Einarssyni, þannig að ég svo sem hef ekkert þar að gera dags daglega.“

Þáttastjórnendur fóru þá að grínast með að þetta væri orðið eins og atvinnuviðtal í beinni: Regínu vantaði umboðsmann og Jóni sölustjóra í Jax Handverk, svo Simmi virtist eiga úr nokkru að velja.

„Ég tek á móti ráðningum“, segir Simmi hress í bragði.

Aðspurður um hvort hann sjái ekki fyrir sér að sækja um Idol-ið aftur svarar Simmi:

„Við vorum að gera þetta mjög vel,“ segir hann og vísar til sín og Jóhannesar Ásbjörnssonar, en saman kynntu þeir þættina. Bætir Simmi við að fyrirtækið á bak við Idol-þættina á heimsvísu hefði notað íslensku þættina, með þeim, sem sýnishorn um hvernig kynnar ættu að vera í minni löndum.

„Þá erum við að tala um Svíþjóð og Noreg og „litlu löndin“. Við vorum mjög stoltir af því. Það merkilegra er að maður kann ekki að njóta eins og meðan það er, en maður horfir í baksýnisspegilinn, þetta var náttúrulega gaman. Það var einhvern veginn svo mikið um að vera og maður einhvern veginn þaut í gegnum þetta án þess að staldra við og, og draga inn andann og njóta og kannski er það svona lexían þegar maður verður svona gamall og lúinn að maður verður að kunna að njóta betur þess sem er að gerast hverju sinni.“

Hlusta má á spjallið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Birgir tekur tímabundið við af Jóni Viðari sem slökkviliðsstjóri

Birgir tekur tímabundið við af Jóni Viðari sem slökkviliðsstjóri
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Myndbandið sem hefur slegið í gegn á TikTok – „Endurspeglar þjóðarsálina“

Myndbandið sem hefur slegið í gegn á TikTok – „Endurspeglar þjóðarsálina“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Tekinn með á annað þúsund töflur og gekk þá berserksgang

Tekinn með á annað þúsund töflur og gekk þá berserksgang
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sendi grófar líflátshótanir á barnsmóður sína og smánaði fjölskyldu hennar – „Ég ætla að grafa upp afa þinn“

Sendi grófar líflátshótanir á barnsmóður sína og smánaði fjölskyldu hennar – „Ég ætla að grafa upp afa þinn“
Fréttir
Í gær

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“
Fréttir
Í gær

Ársæll reiður yfir fréttaflutningi DV og segir uppljóstrara vera í kennarahópnum

Ársæll reiður yfir fréttaflutningi DV og segir uppljóstrara vera í kennarahópnum