fbpx
Laugardagur 11.október 2025
433Sport

Segir Halldóri eiga að vera sýnd þolinmæði nema þetta gerist í vetur

433
Laugardaginn 11. október 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Karl Sigurðsson og Leifur Þorsteinsson, þáttastjórnendur hins geysivinsæla hlaðvarps Chess After Dark, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is þetta skiptið.

Birkir er mikill Bliki og er því eðlilega ekki sáttur með hversu langt liðið er frá toppnum í Bestu deild karla, þar sem Víkingur hefur þegar tryggt sér titilinn.

„Þetta hefur ekki verið nægilega gott en hann er með smá þolinmæði af því þetta var frábær titill í fyrra,“ sagði Birkir og á þar við Halldór Árnason, sem gerði Blika að meisturum á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari í fyrra.

Halldór skrifaði undir nýjan samning á dögunum, sem hefur verið milli tannanna á fólki.

„Það er ekki í anda Blika að láta hann fara svo ég held að hann sé öruggur í starfi. Mér finnst hann eiga skilið að fá þriðja tímabilið.“

Breiðablik er í Sambandsdeildinni í haust og Birkir segir að Halldór þurfi þó að safna stigum þar.

„En ef hann skilar engum stigum í hús í Sambandsdeildinni má alveg setjast niður og fara yfir hlutina.“

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sjáðu mörkin: Hrun Íslands undir lok fyrri hálfleiks

Sjáðu mörkin: Hrun Íslands undir lok fyrri hálfleiks
433Sport
Í gær

Arsenal braut reglur gegn Manchester United og fær sekt

Arsenal braut reglur gegn Manchester United og fær sekt
433Sport
Í gær

Lýsir versta degi ferilsins þegar hann var að ferðast með börnunum sínum

Lýsir versta degi ferilsins þegar hann var að ferðast með börnunum sínum
433Sport
Í gær

Vilja leggja blessun sína yfir áfengi á íþróttaviðburðum á Íslandi – Rætt um helgina og vilja þessi viðmið

Vilja leggja blessun sína yfir áfengi á íþróttaviðburðum á Íslandi – Rætt um helgina og vilja þessi viðmið
433Sport
Í gær

Nokkrir miðar losnuðu á leikinn í kvöld – Fara í sölu í hádeginu

Nokkrir miðar losnuðu á leikinn í kvöld – Fara í sölu í hádeginu
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Chess After Dark bræður í heimsókn

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Chess After Dark bræður í heimsókn