Harold hefur lagt líf og sál í verkefnið en talið er að um 500 þúsund býflugur hafi drepist í eldsvoðanum. Það sem verra er þá leikur grunur á að brennuvargur hafi verið að verki.
Alls var um að ræða tíu bú og er talið að í hverju og einu hafi verið á milli 40 og 60 þúsund flugur.
Eldurinn kviknaði í Beatrix-garðinum svokallaða í miðbæ Almere í Hollandi og hefur lögreglan í borginni óskað eftir hugsanlegum vitnum að mannaferðum á svæðinu á þriðjudagskvöld í síðustu viku.
Hollensk yfirvöld segja að meira en helmingurinn af þeim 360 býflugnategundum sem finnast í Hollandi séu í útrýmingarhættu, en býflugur hafa átt undir högg að sækja á heimsvísu á undanförnum árum.
Stringer sagði í viðtali við hollenska fjölmiðla að lögregla hefði greint honum frá því að eldfimur vökvi hafi verið notaður til að kveikja eldinn.
Stringer hafði unnið að því í níu ár að rækta býflugurnar. Eldsvoðinn þýðir að hann þarf að byrja upp á nýtt og kveðst hann ætla að gera það.