fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
433Sport

Fullyrðir að nýir eigendur séu að ganga frá kaupum á Manchester United

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. október 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Turki Al-Sheik hefur skotið á eigendur Manchester United í leiðinni þegar hann greindi frá því að félagið væri á lokastigi í söluferli.

Al-Sheikh, sem er áhrifamikill íþróttaleiðtogi í Sádi-Arabíu og meðal annars á stóran hlut í hnefaleikum, lét í ljós að honum hefði verið sagt að nýr fjárfestir væri afar áhugasamur um að kaupa sig inn í félagið.

Hinn 44 ára gamli Al-Sheikh deildi þessum tíðindum á samfélagsmiðlum sínum, þar sem hann er með yfir 7,2 milljónir fylgjenda.

Hann gaf til kynna að samkomulag væri á lokametrunum og að Manchester United myndi fá nýjan fjárfesti í bráð.

Um leið lét hann ekki hjá líða að senda kaldhæðin skot í núverandi eigendur félagsins, hina umdeildu Glazer-fjölskyldu, sem hefur átt félagið frá árinu 2005 og mátt þola mikla gagnrýni frá stuðningsmönnum í gegnum árin.

Í færslu sinni skrifaði Al-Sheikh. „Bestu fréttir dagsins eru þær að Manchester United sé komið á lokastig í samningaviðræðum um að selja til nýs fjárfestis,“ segir Al-Sheik

„Ég vona að hann verði betri en fyrri eigendur.“

Hvorki Manchester United né Glazer-fjölskyldan hafa enn staðfest eða brugðist við þessum fregnum, en sögusagnir um sölu hafa lengi gengið, sérstaklega eftir að Sir Jim Ratcliffe keypti 25 prósenta hlut í félaginu á síðasta ári

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar átti erfitt með að ná í menn á mánudag – Segir þá hafa verið þunna

Arnar átti erfitt með að ná í menn á mánudag – Segir þá hafa verið þunna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar brattur fyrir morgundeginum – „Megum ekki vera silly og heimskir í okkar nálgun“

Arnar brattur fyrir morgundeginum – „Megum ekki vera silly og heimskir í okkar nálgun“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Umboðsmaður Sesko leitar að stuðningsmanni United eftir helgina

Umboðsmaður Sesko leitar að stuðningsmanni United eftir helgina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stóri dómurinn gæti fallið yfir City á allra næstu dögum

Stóri dómurinn gæti fallið yfir City á allra næstu dögum
433Sport
Í gær

Andri útskýrir af hverju Grétar bróðir hans ætlaði að buffa Tarik á sunnudag – „Segir eitthvað get up pussy“

Andri útskýrir af hverju Grétar bróðir hans ætlaði að buffa Tarik á sunnudag – „Segir eitthvað get up pussy“
433Sport
Í gær

Fyrirtæki hans verða fyrir barðinu eftir að hann talaði um reiða hvíta karlmenn

Fyrirtæki hans verða fyrir barðinu eftir að hann talaði um reiða hvíta karlmenn