Turki Al-Sheik hefur skotið á eigendur Manchester United í leiðinni þegar hann greindi frá því að félagið væri á lokastigi í söluferli.
Al-Sheikh, sem er áhrifamikill íþróttaleiðtogi í Sádi-Arabíu og meðal annars á stóran hlut í hnefaleikum, lét í ljós að honum hefði verið sagt að nýr fjárfestir væri afar áhugasamur um að kaupa sig inn í félagið.
Hinn 44 ára gamli Al-Sheikh deildi þessum tíðindum á samfélagsmiðlum sínum, þar sem hann er með yfir 7,2 milljónir fylgjenda.
Hann gaf til kynna að samkomulag væri á lokametrunum og að Manchester United myndi fá nýjan fjárfesti í bráð.
Um leið lét hann ekki hjá líða að senda kaldhæðin skot í núverandi eigendur félagsins, hina umdeildu Glazer-fjölskyldu, sem hefur átt félagið frá árinu 2005 og mátt þola mikla gagnrýni frá stuðningsmönnum í gegnum árin.
Í færslu sinni skrifaði Al-Sheikh. „Bestu fréttir dagsins eru þær að Manchester United sé komið á lokastig í samningaviðræðum um að selja til nýs fjárfestis,“ segir Al-Sheik
„Ég vona að hann verði betri en fyrri eigendur.“
Hvorki Manchester United né Glazer-fjölskyldan hafa enn staðfest eða brugðist við þessum fregnum, en sögusagnir um sölu hafa lengi gengið, sérstaklega eftir að Sir Jim Ratcliffe keypti 25 prósenta hlut í félaginu á síðasta ári