fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ólýðræðislegt

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 9. október 2025 16:30

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húseigendafélagið hefur veitt umsögn um frumvarp, Ingu Sæland, til breytinga á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu verður ekki lengur þörf á því að fá sérstakt leyfi annarra eigenda í slíkum húsum fyrir katta- og hundahaldi. Segir félagið frumvarpið ganga mjög langt á kostnað þeirra sem treysti sér ekki til að vera í nábýli við hunda og ketti og með frumvarpinu sé vikið gróflega frá meginreglum núgildandi laga um fjöleignarhús sem byggi á lýðræði.

Samkvæmt núgildandi lögum um fjöleignarhús þarf samþykki 2/3 eigenda í húsinu fyrir því að halda hund eða kött en þó ekki ef íbúð viðkomandi er með sérinngang.

Í umsögn Húseigendafélagsins segir að meðlimir í félaginu séu 10.000 og þar á meðal sé fólk sem eigi hunda og ketti og fólk sem treysti sér ekki til að búa í nábýli við þessi dýr. Félagið taki því ekki afstöðu með eða á móti hunda- og kattahaldi í fjöleignarhúsum. Frumvarpið gangi hins vegar ákaflega langt í því að leyfa hunda- og kattahald á kostnað þeirra sem ekki geti eða treysti sér til nábýlis við dýrin. Bæði fari frumvarpið gegn meginreglum laganna um fjöleignarhús sem og gangi mun lengra en sambærileg löggjöf á Norðurlöndunum.

Lýðræði

Húseigendafélagið segir lögum um fjöleignarhús ætlað að búa til ramma utan um nábýli fólks í slíkum húsum og sé þar tekið tillit til ólíkra hópa einstaklinga. Lögin gangi út frá lýðræði í fjöleignarhúsum þar sem ákvarðanir séu að jafnaði teknar á löglega boðuðum húsfundum þar sem allir eigendur eigi kost á að mæta og koma skoðunum sínum og sjónarmiðum á framfæri.

Félagið vill meina að þær reglur sem nú gilda um hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum hafi þótt sanngjarnar og taka tillit til hagsmuna þeirra sem vilji halda gæludýr og þeirra sem ekki geti eða treysti sér til að búa í nábýli við slík dýr. Ljóst er þó að þau sem styðja frumvarpið eru líklega mörg hver ekki sammála þessu.

Húseigendafélagið segir að með frumvarpinu sé einungis horft til sjónarmiða þeirra sem vilji halda hunda og ketti í fjöleignarhúsum á kostnað þeirra sem ekki geti eða treysti sér til að vera í nábýli við slík dýr.

Telur félagið að það sé ekki hægt að líta framhjá því að það geti ekki allir búið nálægt hundum og köttum til dæmis vegna ofnæmis eða hræðslu við dýrin. Verði frumvarpið að lögum þurfi þeir einstaklingar annað hvort að fá 2/3 hluta annarra eigenda með sér til að banna dýr sem flytja í húsið eða þá hrökklast burt. Með slíkri lagasetningu sé vikið gróflega frá meginreglum laganna um fjöleignarhús sem byggi á lýðræði. Ekki séu sambærileg ákvæði á hinum Norðurlöndunum þar sem almennt þurfi meirihluta til að álykta um dýrahald.

Segist félagið því leggjast gegn þeirri tillögu að víkja svo mjög frá meginreglum laga um fjöleignarhús á kostnað þeirra sem ekki geti eða treysti sér til að búa í nábýli við hunda og ketti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Í gær

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund
Fréttir
Í gær

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi