fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fréttir

„Það er ekki Reykjavíkurborgar að ákveða hvenær fjölskyldur eiga gæðastundir saman“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. október 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna hafa lagt til að óskað verði eftir umsögnum í gegnum samráðsgátt Reykjavíkurborgar vegna tillögudraga um umbætur í náms- og starfsumhverfi leikskóla. Um er að ræða svokallað Reykjavíkurmódel, skipulagsbreytingar með nýrri gjaldskrá með hvötum til að hafa dvalartíma barna í hverri viku 38 tíma eða skemmri. Eins stendur til að innheimta sérstakt gjald fyrir virka daga milli jóla og nýárs, í dymbilviku og í haust- og vetrarfríum grunnskóla. Módelið minnir um margt á fyrirkomulag sem var tekið upp í Kópavogi en það hefur verið nokkuð umdeilt.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram bókun á fundi skóla- og frístundaráðs á mánudaginn þar sem tillögunum er fagnað en tekið fram að nauðsynlegt sé að fá umsagnir mismunandi hagaðila til að ná fram ólíkum sjónarmiðum. Tillögurnar eigi að auka stöðugleika og öryggi í starfi með börnum, skapa fyrirsjáanleika og draga úr fáliðun.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram bókun þar sem þeir samþykkja að vísa tillögunum í umsagnarferli en taka ekki afstöðu til tillagnanna sjálfra.

Áheyrnarfulltrúar leikskólastjóra og starfsfólks í leikskólum lýstu ánægju með tillögurnar enda hafi starfsumhverfi leikskóla verið mjög krefjandi undanfarin ár, bæði fyrir börn og starfsfólk. Starfsmannavelta mælist nú 33 prósent sem valdi tíðum mannabreytingum og ráðningar á hæfu framtíðarfagfólki séu hverfandi. Þessi þróun hafi áhrif á bæði öryggi og gæði menntunar í leikskólum. Tillögurnar séu mikilvægt skref í átt að bættu starfsumhverfi barna. Óbreytt stefna muni ekki duga til.

Áheyrnarfulltrúi foreldra lagði fram bókun og benti á að það sé ekki borgarinnar að skipuleggja gæðastundir fjölskyldna. Fjölskyldur séu alls konar og þurfi mismunandi hluti. Tillögur borgarinnar séu til þess fallnar að auka álag á fjölskyldur eins og raunin hafi orðið í Kópavogi.

„Áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna bendir á að það er ekki Reykjavíkurborgar að ákveða hvenær fjölskyldur eiga gæðastundir saman. Búið er að gera miklar breytingar á fyrirkomulagi leikskólastarfs í Reykjavík undanfarin ár, t.d. á fyrirkomulagi skráningardaga, skerðing á opnunartíma leikskóla og svo framvegis. Fjölskyldur eru alls konar og þurfa mismunandi hluti. Líkt og rannsóknir á þeim breytingum sem hafa verið gerðar í Kópavogi er mögulegt að álag á fjölskyldur aukist við þessar breytingar og þá sérstaklega er líklegt að áhrifin á mæður verði mikil og ófyrirsjáanleg.“

Sjá einnig: Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn
Fréttir
Í gær

Héðinn ómyrkur í máli: Hótelið dregið niður á bókunarsíðum vegna slæmra vega

Héðinn ómyrkur í máli: Hótelið dregið niður á bókunarsíðum vegna slæmra vega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja Uber til Íslands og stofna úrskurðarnefnd um þjónustu leigubíla

Vilja Uber til Íslands og stofna úrskurðarnefnd um þjónustu leigubíla