fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
433Sport

Andri stoltur af því að vera snúinn aftur – „Þetta er það sem lífið snýst um“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. október 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Fannar Baldursson er kominn aftur inn í íslenska A-landsliðið fyrir komandi leiki í undankeppni HM. Af því er hann stoltur. Andri lék síðast með liðinu í æfingaleik snemma árs í fyrra en hefur ekki spilað keppnisleik með A-liðinu síðan 2021.

„Það er ógeðslega gaman. Mér líður vel, það er ekkert skemmtilegra en að vera með landsliðinu,“ sagði Andri við 433.is á liðshóteli Íslands í dag, en framundan eru leikir við Úkraínu og Frakkland hér heima.

video
play-sharp-fill

Andri Fannar var ungur kominn inn í A-landsliðið en meiðsli hafa til að mynda sett strik í reikninginn undanfarin ár. Var hann þó einnig stór hluti af U-21 árs landsliðinu á þeim tíma. Í sumar gekk Andri til liðs við Kasimpasa í Tyrklandi frá Bologna, þaðan sem hann hafði verið lánaður víða undanfarin ár. Er hann orðinn lykilmaður hjá nýju liði.

„Þetta er eitthvað sem ég þurfti virkilega á að halda. Mér líður vel andlega og líkamlega. Ég spila nánast 90 mínútur í öllum leikjum og það er að ganga vel. Þetta er það sem lífið snýst um.“ 

Andri kann vel við sig í Tyrklandi, þar sem mikil menning er fyrir fótbolta.

„Þetta er í Istanbúl og það búa einhverjar 20 milljónir manna þarna, mikið kaos en borgin er geggjuð og klúbburinn líka. Ég hef aldrei séð eins mikil gæði á öllu og í kringum liðið. Það eru bjartir tímar framundan.

Tyrkinn er mjög heitur. Þeir gjörsamlega deyja fyrir fótboltann og það snýst allt um fótboltann. Það er ótrúlega gaman að fá að upplifa það og vera hluti af því.“

Nánar er rætt við Andra í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjálfari sænska landsliðsins segir vanvita tjá sig um Gyökeres

Þjálfari sænska landsliðsins segir vanvita tjá sig um Gyökeres
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur að Amorim verði rekinn og bendir á þennan tímapunkt

Telur að Amorim verði rekinn og bendir á þennan tímapunkt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kampavínssósíalisti í klandri með undirmenn sína – Bannaði þeim að nota enska fánann

Kampavínssósíalisti í klandri með undirmenn sína – Bannaði þeim að nota enska fánann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru fórnirnar sem Sölvi bað Víkinga um að færa til að verða Íslandsmeistarar

Þetta eru fórnirnar sem Sölvi bað Víkinga um að færa til að verða Íslandsmeistarar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Antonio Conte sendir smá pillu á Manchester United

Antonio Conte sendir smá pillu á Manchester United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gerrard líklegur til þess að fara í starfið þar sem hann blómstraði

Gerrard líklegur til þess að fara í starfið þar sem hann blómstraði
Hide picture