fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
433Sport

„Geggjað að fólkið sé aftur komið á bak við landsliðið, við viljum gera allt fyrir íslensku þjóðina“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. október 2025 16:00

Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Fannar Baldursson er kominn aftur í íslenska landsliðið eftir nokkra fjarveru og er hann, sem og aðrir landsliðsmenn, ansi brattur fyrir komandi leiki gegn Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM.

Ísland burstaði Aserbaísjan og var nálægt því að ná stigi gegn Frakklandi í fyrstu leikjum mótsins í síðasta mánuði. Það er mikilvægt að ná í hagstæð úrslit, sér í lagi gegn Úkraínu, til að eiga góðan séns á að komast allavega í umspilið.

„Það er mjög góður andi í hópnum og mikill meðbyr með liðinu. Við erum allir að róa í sömu átt og allir með gott sjálfstraust. Öllum líður vel svo ég sé enga ástæðu til annars en að ná góðum úrslitum,“ segir Andri við 433.is.

video
play-sharp-fill

Liðið er byrjað að kynna sér úkraínska liðið ásamt þjálfurum og öðrum í teyminu.

„Við eigum að eiga góða möguleika bæði sóknar og varnarlega. Við eigum að geta verið meira með boltann og stjórnað leiknum meira en á móti Frökkum. Svo koma örugglega móment þar sem þeir ýta okkur aðeins niður. Þá þurfum við að vera þéttir og verjast vel. Svo þurfum við að vera yfirvegaðir og rólegir með boltann, nýta okkar færi vel.“

Það er uppselt á Laugardalsvöll á báða leikina sem framundan eru.

„Það er bara geggjað að heyra að fólkið sé aftur komið á bak við landsliðið, það gefur leikmönnum svo mikið og við viljum gera allt fyrir íslensku þjóðina og sækja góð úrslit í þessum tveimur leikjum,“ segir Andri.

Nánar er rætt við hann í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harry Kane setur sögusagnir síðustu vikna í uppnám

Harry Kane setur sögusagnir síðustu vikna í uppnám
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

ÍBV staðfestir að Láki Árna verði áfram í Eyjum

ÍBV staðfestir að Láki Árna verði áfram í Eyjum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óvæntur og furðulegur brottrekstur

Óvæntur og furðulegur brottrekstur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sturluð tölfræði Haaland vekur athygli

Sturluð tölfræði Haaland vekur athygli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Netverjar trúa því ekki að þetta sé móðir nýjustu stjörnunnar – „Hún lítur út fyrir að vera um tvítugt“

Netverjar trúa því ekki að þetta sé móðir nýjustu stjörnunnar – „Hún lítur út fyrir að vera um tvítugt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Uppljóstrar um SMS skilaboð sem hann fékk frá Thomas Tuchel

Uppljóstrar um SMS skilaboð sem hann fékk frá Thomas Tuchel
Hide picture