Íslenska karlalandsliðið er komið saman til æfinga og undirbúnings fyrir komandi heimaleiki við Úkraínu og Frakkland í undankeppni HM 2026.
Liðið ætlar sér að enda allavega í öðru sæti riðilsins til að komast í umspil um sæti á HM og til þess er afar mikilvægt að ná í hagstæð úrslit gegn Úkraínu.
Strákarnir okkar fengu góða gesti á fyrstu æfinguna í gær, um 40 knattspyrnuiðkendur með fötlun og aðstandendur þeirra kíktu í heimsókn og heilsuðu upp á leikmenn og þjálfara.
Leikurinn við Úkraínu er föstudaginn 10. október kl. 18:45 og leikurinn við Frakkland mánudaginn 13. október kl. 18:45. Uppselt er á báða leikina.