fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
433Sport

Telur að Amorim verði rekinn og bendir á þennan tímapunkt

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. október 2025 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher telur að það sé óhjákvæmilegt að Ruben Amorim verði rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Manchester United og bendir jafnframt á hvenær hann býst við breytingum hjá félaginu.

Amorim hefur verið undir mikilli pressu eftir slaka byrjun á tímabilinu, sem kemur í kjölfarið á 15. sæti í fyrra og mikilli fjárfestingu í leikmannahópnum í sumar.

United vann þó 2-0 sigur á Sunderland um helgina og minnkaði þar með þrýstinginn á 40 ára gamlan Amorim tímabundið. Liðið fer inn í landsleikjahlé í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjá sigra, eitt jafntefli og þrjú töp.

Carragher, sem ræddi málið í The Overlap Fan Debate, segir þó að tími Amorim á Old Trafford sé að renna út.

„Mér líkar ekki að segja að þjálfari eigi að vera rekinn, þetta er starf mannsins en ég er kominn á þann stað þar sem ég tel að staða Amorim sé orðin óverjandi,“ sagði Carragher.

„Það er óhjákvæmilegt að þetta gerist fyrir jólin.“

Hann benti jafnframt á að lið Amorim hafi skorað aðeins tveimur mörkum meira en liðið hefur fengið á sig í sínum fyrstu 50 leikjum, tölfræði sem sé með ólíkindum fyrir þjálfara Manchester United.

„Þetta hefur verið hörmung, bæði fyrir hann og félagið,“ bætti Carragher við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Setur flöskuna á hilluna til að reyna að laga þennan kvilla

Setur flöskuna á hilluna til að reyna að laga þennan kvilla
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lykilmaður á bak við tjöldin hjá United segir upp – Sá um að semja við næsta Neymar

Lykilmaður á bak við tjöldin hjá United segir upp – Sá um að semja við næsta Neymar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Antonio Conte sendir smá pillu á Manchester United

Antonio Conte sendir smá pillu á Manchester United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gerrard líklegur til þess að fara í starfið þar sem hann blómstraði

Gerrard líklegur til þess að fara í starfið þar sem hann blómstraði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir þetta sanna ótrúlegt hugarfar Gylfa – Eigi nokkra milljarða en gerði allt til þess að afreka þetta

Segir þetta sanna ótrúlegt hugarfar Gylfa – Eigi nokkra milljarða en gerði allt til þess að afreka þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alonso biður Real Madrid að fylgjast með stöðu Wirtz eftir efiða byrjun á Anfield

Alonso biður Real Madrid að fylgjast með stöðu Wirtz eftir efiða byrjun á Anfield
433Sport
Í gær

Fær kallið í enska landsliðið í fyrsta sinn vegna meiðsla í hópnum

Fær kallið í enska landsliðið í fyrsta sinn vegna meiðsla í hópnum
433Sport
Í gær

Hefja viðræður við skotmark Liverpool og Real Madrid

Hefja viðræður við skotmark Liverpool og Real Madrid