Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum sáttur eftir að hann og liðsfélagarnir í Víkingi tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á FH í kvöld.
„Markmiðið var að vinna íslandmseistarititlinn og það náðist,“ sagði Gylfi við Sýn Sport í kvöld, en hann var frábær í leiknum.
Þetta var fyrsti meistaratitill Gylfa á ferlinum, en hann skipti í Víking frá Val í vetur.
„Ég setti pressu á að koma til Víkings til að gefa mér sem mestan séns á að vinna deildina. Þetta er meiri léttir eins og er. Ég er mjög ánægður,“ sagði hann.
Gylfi hefur verið frábær í undanförnum leikjum og átt stóran þátt í því að Víkingur kláraði dæmið að lokum.
„Seinni hlutinn var mikið skemmtilegri, var aftar á miðjunni og meira í boltanum. Ég fann mig mikið betur og það er svo auðvitað skemmtilegra þegar liðið er að vinna.“