fbpx
Mánudagur 06.október 2025
433Sport

Gylfi Þór einlægur eftir afrek kvöldsins – „Ég setti pressu á að koma til Víkings“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. október 2025 21:50

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum sáttur eftir að hann og liðsfélagarnir í Víkingi tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á FH í kvöld.

„Markmiðið var að vinna íslandmseistarititlinn og það náðist,“ sagði Gylfi við Sýn Sport í kvöld, en hann var frábær í leiknum.

Þetta var fyrsti meistaratitill Gylfa á ferlinum, en hann skipti í Víking frá Val í vetur.

„Ég setti pressu á að koma til Víkings til að gefa mér sem mestan séns á að vinna deildina. Þetta er meiri léttir eins og er. Ég er mjög ánægður,“ sagði hann.

Gylfi hefur verið frábær í undanförnum leikjum og átt stóran þátt í því að Víkingur kláraði dæmið að lokum.

„Seinni hlutinn var mikið skemmtilegri, var aftar á miðjunni og meira í boltanum. Ég fann mig mikið betur og það er svo auðvitað skemmtilegra þegar liðið er að vinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Kvarta til UEFA eftir tap gegn Elíasi Rafni og félögum

Kvarta til UEFA eftir tap gegn Elíasi Rafni og félögum
433Sport
Í gær

Tuchel harður á því að geta unnið HM án þess að velja Bellingham

Tuchel harður á því að geta unnið HM án þess að velja Bellingham
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikur helgarinnar breytir engu fyrir stöðu Amorim

Leikur helgarinnar breytir engu fyrir stöðu Amorim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Meiðsli Alisson verri en talið var í fyrstu

Meiðsli Alisson verri en talið var í fyrstu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Heimir Guðjónsson sendir sneið á Davíð Viðarsson – „Það er bara hlutur sem kemur mér bara ekkert við“

Heimir Guðjónsson sendir sneið á Davíð Viðarsson – „Það er bara hlutur sem kemur mér bara ekkert við“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári hefði tekið upp símann – „Arnar gerir þetta á sinn hátt og stendur og fellur með því“

Eiður Smári hefði tekið upp símann – „Arnar gerir þetta á sinn hátt og stendur og fellur með því“