Hertogaynjan Meghan Markle virðist geta gert fátt rétt í augum þegna bresku krúnunnar. Nú virðist hún hafa móðgað fjölmargra með meintri smekklausri hegðun í París, þangað sem hún mætti á tískuvikuna heimsfrægu.
Markle birti myndband á Instagram-síðu sinni þar sem hún sést slappa af í eðalvagni og setja fæturnar upp í sætið sem er á móti henni.
Þessu athæfi hafa netverjar tekið illa í ljósi þess að út um gluggann sést að eðalvagninn er að keyra skammt frá þeim stað þar sem Díana prinsessa lenti árekstri og lést í ágústlok árið 1997.
„Þetta er yfirgengilegt smekkleysi,“ sagði einn netverji og fjölmargir eru á sömu línu. Hertogaynjan umdeilda fjarlægði fljótlega myndbandið en hneykslunaraldan varð ekki stöðvuð.