fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Snigill gerði dyraat í fjölbýlishúsi í Þýskalandi – Fékk tiltal frá lögreglu

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 5. október 2025 13:30

Sniglar geta verið prakkarar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í fjölbýlishúsi í Þýskalandi hringdu á lögregluna út af stanslausu „dyraati“. Þegar lögreglan mætti á svæðið brá henni í brún því að það var snigill sem hafði verið að hringja bjöllunum.

Huffington Post greinir frá þessu.

Það voru íbúar í fjölbýlishúsi í bænum Schwabach í suðurhluta Þýskalands sem fengu sig fullsadda af sífelldum dyrabjölluhringingum þar sem enginn virtist vera við húninn. Gerðu þeir ráð fyrir að krakkaskrattar eða einhver truflaður aðili væri að ýta á bjöllurnar og gera at.

En þegar lögreglan mætti á svæðið fann hún enga hrekkjalóma heldur slímugan snigil sem reyndist vera sökudólgurinn. Hafði snigillinn skriðið hægt upp og niður eftir dyrabjölluspjaldinu og hringt hverri bjöllunni á fætur annarri.

Að sögn lögreglunnar var snigillinn yfirbugaður en ekki handtekinn. Þess í stað fékk hann tiltal og var sleppt á næsta grasblett.

Ekki í fyrsta sinn

Merkilegt nokk þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem „dyraat“ snigla kemst í heimsfréttirnar. Árið 2021 þá vaknaði kona í Essex sýslu í Bretlandi, að nafni Lianne Jennings, við að snigill var að ýta á bjölluna. Sá hún snigilinn í dyramyndavélinni.

„Fyrst varð ég hrædd en svo þegar ég spilaði þetta aftur fór ég að hlægja,“ sagði frú Jennings á sínum tíma. „Þegar ég sýndi vinum mínum myndbandið þá fannst þeim þetta mjög skrýtið. Þeir horfðu á mig eins og þeir hefðu séð draug eða geimveru eða eitthvað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin
Fréttir
Í gær

Þingmaður Svíþjóðardemókrata kærður fyrir innrás í einkalíf konu – Segir hana boða öfgastefnu

Þingmaður Svíþjóðardemókrata kærður fyrir innrás í einkalíf konu – Segir hana boða öfgastefnu
Fréttir
Í gær

Páfi blessaði listaverk Ólafs Elíassonar í viðurvist Arnold Schwarzenegger – „Við erum ein fjölskylda“

Páfi blessaði listaverk Ólafs Elíassonar í viðurvist Arnold Schwarzenegger – „Við erum ein fjölskylda“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strandaglópar á Íslandi sáu miðaverðið þrefaldast á sólarhring – „Enginn hafði samband við okkur, hvorki í síma né í gegnum tölvupóst“

Strandaglópar á Íslandi sáu miðaverðið þrefaldast á sólarhring – „Enginn hafði samband við okkur, hvorki í síma né í gegnum tölvupóst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan um síðasta geirfuglsparið loksins leyst – DNA rannsókn svaraði 180 ára spurningu

Ráðgátan um síðasta geirfuglsparið loksins leyst – DNA rannsókn svaraði 180 ára spurningu