fbpx
Miðvikudagur 01.október 2025
Eyjan

Daði Már Kristófersson: Ábatinn meiri fyrir Ísland ef við göngum lengra í Evrópusamvinnunni

Eyjan
Miðvikudaginn 1. október 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú heimsskipan sem Bandaríkin höfðu forgöngu um, þar sem samskipti þjóða á milli byggðust á lögum og reglum en ekki styrk, hefur gefist okkur Íslendingum vel. Við eigum allt okkar undir alþjóðaviðskiptum. Nú er þessari heimsskipan ógnað og þá eigum við að færa okkur nær þeim þjóðum sem deila með okkur gildum og sýn. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Daði Már Kristófersson-7
play-sharp-fill

Daði Már Kristófersson-7

Það var mjög áhugaverður fyrirlestur á landsfundi Viðreisnar. Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu og formaður alþjóðlegu Evrópuhreyfingarinnar, kom og dró upp skýra, dálítið ógnvekjandi mynd. Það er mikið af ógnum. Það ríður dálítið mikið á að Evrópa standi vel saman og marki sér stöðu sem að hefur kannski skort á. Nú var hann að tala í varnarlegu tilliti.

„Já, já, algjörlega, en það er líka þannig og við erum örugglega sammála um þetta. Fá ríki í heiminum hafa haft eins mikinn ábata af heimsfyrirkomulaginu eins og Bandaríkin skipulögðu það eftir síðari heimsstyrjöldina. Að samskipti þjóða byggi á reglum. Að viðskipti njóti eins mikilla fríðinda og séu eins lítið takmörkuð eins og mögulegt er. Og það að sjá grafið undan því kerfi eru vondar fréttir Við erum örugglega alveg sammála um það líka að við framleiðum auðvitað margt af því sem við viljum en margt flytjum við inn. Ef við horfum í kringum okkur í þessu herbergi, þá er ekki margt sem þú getur bent á sem er íslensk framleiðsla. Samt er þetta hér. Hvernig í ósköpunum datt einhverjum útlendingum til þess að gefa okkur þessa vöru? Þeir gerðu það ekki. Við seldum þeim eitthvað og keyptum þetta á móti,“ segir Daði Már.

Hann segir þetta kerfi hafa gefist okkur vel og mikilvægt sé að standa vörð um þetta fyrirkomulag almennt. „Ég myndi síðan segja til viðbótar að við fengum svona, við getum sagt ákveðin grið í átökum heimsvelda sem hafa einkennt veraldarsöguna aldir aftur í tímann, frá 1989 og þangað til núna á undanförnum árum. Þetta gat einhvern veginn aldrei orðið viðvarandi ástand. Það væri bara einn aðili í heiminum sem raunverulega tæki að sér lögreglumannshlutverkið, Bandaríkin. Það hlaut að koma að því að annaðhvort aðrir sæktust eftir því eða reyndu að ryðja sér til rúms, eða þeir alla vega mundu gefast upp á því að reka það einir.

Við þurfum að vera meðvituð um að við þurfum að taka þátt þá í því að byggja upp eitthvert nýtt fyrirkomulag og eins og staðan er núna býðst okkur ekkert betra heldur en nákvæmlega aukin samvinna við Evrópu. Þannig að það er ekki nóg með það að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið og samstarfið við Evrópu hafi tryggt okkur aðgengi að mörkuðum sem hefur skapað mikla velsæld á Íslandi, og sem að ég held að við myndum síðan hafa enn þá meiri ábata af ef við gengjum lengra, fengjum bæði að hafa áhrif á reglusetningu, fengjum líka aðgang að sameiginlegri mynt Evrópu sem við ræddum nú áðan að það mundi skapa mikil tækifæri fyrir okkur, en þá líka öryggishagsmunir Íslands.“

Daði Már segir kannski hvorki forsendur né vilja fyrir því að við komum okkur upp okkar eigin her. „Landið er stórt og þjóðin er fámenn, en við getum ekki lifað í varnarleysi. Og og það að tryggja okkur, tryggja okkar hagsmuni með samstarfi við nágrannaþjóðirnar, þetta er alltaf það sem við höfum gert og hefur alltaf gefist best. Frá 1949 og 1951 ´49 NATO, ´51 varnarsamningurinn við Bandaríkin. Þetta eru stoðirnar sem við hvílum á, báðar þýða að við gefum eitthvað eftir fyrir aðgengi að einhverju sameiginlegu verkefni. Nú er komið að nýjum vendipunkti, krossgötum, og það væri mjög sérstakt ef við allt í einu tækjum upp á því að okkar næsta skref ætti að vera einhvern veginn að loka okkur af, setja poka yfir höfuðið og vona það besta. Það hefur aldrei verið sú stefna sem hefur gefist vel á Íslandi og ég hef miklar efasemdir um að það sé stefnan sem við ættum að taka upp núna. Þvert á móti vera virkur þátttakandi í samstarfi þjóða sem deila með okkur gildum, deila með okkur sýn og við getum auðveldlega unnið með.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

VG býður fram í eigin nafni í borginni – Svandís fer ekki aftur í borgarmálin

VG býður fram í eigin nafni í borginni – Svandís fer ekki aftur í borgarmálin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ólíkt hafast þeir að Guðmundur í Brim og Binni blanki

Orðið á götunni: Ólíkt hafast þeir að Guðmundur í Brim og Binni blanki
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orka hlýtur alþjóðleg markaðsverðlaun

Orka hlýtur alþjóðleg markaðsverðlaun
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Daði Már Kristófersson: Samsköttun hjóna vinnur gegn jöfnuði og nýtist fáum

Daði Már Kristófersson: Samsköttun hjóna vinnur gegn jöfnuði og nýtist fáum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur í Brim: Aðildarumsóknin er í gildi – kjósum sem fyrst um framhald viðræðna

Guðmundur í Brim: Aðildarumsóknin er í gildi – kjósum sem fyrst um framhald viðræðna
Hide picture