Þýska fótboltahetjan Lothar Matthäus mætti á Ballon d’Or verðlaunahátíðina í París á mánudag og vakti mikla athygli með nýrri kærustu sér við hlið.
Matthäus, sem er 64 ára, sást á rauða dreglinum með Theresu Sommer, 26 ára fyrirsætu, sem er 38 árum yngri en hann.
Parið hefur sést saman nokkrum sinnum á árinu eftir að Matthäus slitnaði upp úr hjónabandi sínu við fimmta eiginkonuna, Anastasiu Klimko.
Þau Matthäus og Sommer voru bæði brosandi og náin á rauða dreglinum og virðist þetta í raun staðfesta að samband þeirra sé rómantískt, þó bæði hafi áður haldið spilunum þétt að sér.
Samkvæmt LinkedIn-síðu Sommer hefur hún stundað nám í viðskiptafræði og stjórnunarfræðum við King’s College í London, og síðar sálfræði við Durham-háskóla.